Íslensk verslun verið blóraböggull fyrir hátt verðlag Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. ágúst 2017 14:14 Forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar segir íslenska verslun hafa verið blóraböggul fyrir hátt verðlag á mætvælum. Lítill markaður og háir tollar á landbúnaðarvörur hafi aftur á móti mikil áhrif og að stjórnvöld þurfi að koma til móts við neytendur. Á Sprengisandi í morgun ræddi Kristján Kristjánsson við Emil B. Karlsson, forstöðumann Rannsóknarseturs verslunarinnar. Umfjöllunarefnið var sú bylting sem framundan er og stendur nú yfir í verslun hér á landi, eftir að alþjóðlegar verslunarkeðjur hafa sýnt íslenskum markaði aukinn áhuga. Opnun Costco hefur haft mikil áhrif á markaðinn og fyrirsjáanlegt að opnun H&M á Íslandi muni breyta landslaginu. Emil segir í raun undarlegt að þessar verslanir hafi ekki komið fyrr og nefnir þar tvær líklegar ástæður; lítinn markað og háa tolla. „Mér skilst að stór hluti af þeim fötum sem Íslendingar kaupa hafi þegar verið keypt í H&M erlendis. Fataverslun hér heima er að dragast saman. Það virðist annars vegar vera vegna þess að fólk fer til útlanda og kaupir þar föt og svo líka á netinu,“ segir Emil en mikil sprenging hefur orðið í fataverslun á netinu - „og þá er auðvitað lag fyrir H&M að koma hingað.“Emil B. Karlsson.Vísir/AntonEmil segir að með aukinni netverslun í bland við alþjóðlegar keðjur muni samkeppni aukast og verðið lækka. „Já, auðvitað eiga verslanir að reyna að grípa til einhverra ráðstafana; með kannski sameiningum eða einhverjum nýjungum. Þetta er það sem er spáð alls staðar, að það verði þessi verðþrýstingur.“Tali eins og þeir séu lausir undan einokunarverslun Emil segir neikvætt viðhorf einkenna umræðuna um íslenska verslun og það tengist verðlagi. Það sjáist nú við opnun Costco þar sem Íslendingar tali eins og þeir séu að losna undan einokunarverslun. Það sé þó ekki sé réttlátt að kenna versluninni um þar sem aðrir þættir en álagning skýri hátt verð á matvælum á Íslandi. Ef stjórnvöld vilji koma til móts við neytendur þurfi að breyta reglum um verndartolla á landbúnaðarvörum. „Við sjáum til dæmis að tollar á kjöt, mjólkurvörur, osta - við erum með 30% verðtolla og svo einhverja krónutölu á magnið, 715 krónur til dæmis á hvert ostakíló. Venjulega þegar verið er að flytja inn þessar vörur þá eru þær tvöfalt dýrari en innkaupsverðið er og þá er álagningin eftir“ segir Emil Karlsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar. Spjall þeirra Emils og Kristjáns má heyra hér að neðan. Costco H&M Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Sjá meira
Forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar segir íslenska verslun hafa verið blóraböggul fyrir hátt verðlag á mætvælum. Lítill markaður og háir tollar á landbúnaðarvörur hafi aftur á móti mikil áhrif og að stjórnvöld þurfi að koma til móts við neytendur. Á Sprengisandi í morgun ræddi Kristján Kristjánsson við Emil B. Karlsson, forstöðumann Rannsóknarseturs verslunarinnar. Umfjöllunarefnið var sú bylting sem framundan er og stendur nú yfir í verslun hér á landi, eftir að alþjóðlegar verslunarkeðjur hafa sýnt íslenskum markaði aukinn áhuga. Opnun Costco hefur haft mikil áhrif á markaðinn og fyrirsjáanlegt að opnun H&M á Íslandi muni breyta landslaginu. Emil segir í raun undarlegt að þessar verslanir hafi ekki komið fyrr og nefnir þar tvær líklegar ástæður; lítinn markað og háa tolla. „Mér skilst að stór hluti af þeim fötum sem Íslendingar kaupa hafi þegar verið keypt í H&M erlendis. Fataverslun hér heima er að dragast saman. Það virðist annars vegar vera vegna þess að fólk fer til útlanda og kaupir þar föt og svo líka á netinu,“ segir Emil en mikil sprenging hefur orðið í fataverslun á netinu - „og þá er auðvitað lag fyrir H&M að koma hingað.“Emil B. Karlsson.Vísir/AntonEmil segir að með aukinni netverslun í bland við alþjóðlegar keðjur muni samkeppni aukast og verðið lækka. „Já, auðvitað eiga verslanir að reyna að grípa til einhverra ráðstafana; með kannski sameiningum eða einhverjum nýjungum. Þetta er það sem er spáð alls staðar, að það verði þessi verðþrýstingur.“Tali eins og þeir séu lausir undan einokunarverslun Emil segir neikvætt viðhorf einkenna umræðuna um íslenska verslun og það tengist verðlagi. Það sjáist nú við opnun Costco þar sem Íslendingar tali eins og þeir séu að losna undan einokunarverslun. Það sé þó ekki sé réttlátt að kenna versluninni um þar sem aðrir þættir en álagning skýri hátt verð á matvælum á Íslandi. Ef stjórnvöld vilji koma til móts við neytendur þurfi að breyta reglum um verndartolla á landbúnaðarvörum. „Við sjáum til dæmis að tollar á kjöt, mjólkurvörur, osta - við erum með 30% verðtolla og svo einhverja krónutölu á magnið, 715 krónur til dæmis á hvert ostakíló. Venjulega þegar verið er að flytja inn þessar vörur þá eru þær tvöfalt dýrari en innkaupsverðið er og þá er álagningin eftir“ segir Emil Karlsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar. Spjall þeirra Emils og Kristjáns má heyra hér að neðan.
Costco H&M Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Sjá meira