Þórir: Ég vona að þær verði svolítið reiðar út í mig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2017 22:30 Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennalandsliðs Noregs í handbolta. Vísir/AFP Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennaliðs Noregs, er búinn að velja hópinn sinn fyrir heimsmeistarakeppnina sem fer fram í Þýskalandi í næsta mánuði. Þórir valdi sextán manna hóp sem þýddi að tólf leikmenn duttu út úr upphaflega hópnum og fengu því þær fréttir í vikunni að þær væru ekki að fara á HM. Þórir fór í engar felur þegar kom að því að tilkynna þessum leikmönnum að þær yrðu ekki með í Þýskalandi. Hann tók það verkefni að sér sjálfur að hringja í alla leikmennina tólf. „Það er mitt starf og mín ábyrgð að koma þeim skilaboðum til þeirra,“ sagði Þórir í viðtali við NTB en Dagbladet segir frá. Norska kvennalandsliðið er ríkjandi heims- og Evrópumeistari. „Þetta er bara hluti af starfinu en þetta er ekki skemmtilegt verkefni fyrir mig. Ég geri það með miklum trega því ég veit að allir þessi leikmenn hafa lagt mikið á sig og gert allt sem þær gátu til að komast í hópinn,“ sagði Þórir. „Þær hafa gert allt rétt en því miður er ekki pláss fyrir þær í liðinu. Sumar þeirra eru ekkert síðri leikmenn en skorti kannski eitthvað sérstakt sem við vorum að leita eftir til að hjálpa liðinu,“ sagði Þórir. Þórir segir að auðvitað eru þessir leikmenn mjög vonsviknir með að fá svona fréttir. „Þær blóta örugglega í hljóði en þær haga sér vel. Þetta eru góðar og skynsamar stelpur. Ég vona samt að þær verði svolítið reiðar út í mig og nota þá reiði til að leggja enn meira á sig og verða betri leikmenn. Þær vita að þetta er hluti af leiknum og því miður fá sumar svona fréttir einu sinni, tvisvar og jafnvel þrisvar áður en þær komast í liðið,“ sagði Þórir. Handbolti Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Sjá meira
Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennaliðs Noregs, er búinn að velja hópinn sinn fyrir heimsmeistarakeppnina sem fer fram í Þýskalandi í næsta mánuði. Þórir valdi sextán manna hóp sem þýddi að tólf leikmenn duttu út úr upphaflega hópnum og fengu því þær fréttir í vikunni að þær væru ekki að fara á HM. Þórir fór í engar felur þegar kom að því að tilkynna þessum leikmönnum að þær yrðu ekki með í Þýskalandi. Hann tók það verkefni að sér sjálfur að hringja í alla leikmennina tólf. „Það er mitt starf og mín ábyrgð að koma þeim skilaboðum til þeirra,“ sagði Þórir í viðtali við NTB en Dagbladet segir frá. Norska kvennalandsliðið er ríkjandi heims- og Evrópumeistari. „Þetta er bara hluti af starfinu en þetta er ekki skemmtilegt verkefni fyrir mig. Ég geri það með miklum trega því ég veit að allir þessi leikmenn hafa lagt mikið á sig og gert allt sem þær gátu til að komast í hópinn,“ sagði Þórir. „Þær hafa gert allt rétt en því miður er ekki pláss fyrir þær í liðinu. Sumar þeirra eru ekkert síðri leikmenn en skorti kannski eitthvað sérstakt sem við vorum að leita eftir til að hjálpa liðinu,“ sagði Þórir. Þórir segir að auðvitað eru þessir leikmenn mjög vonsviknir með að fá svona fréttir. „Þær blóta örugglega í hljóði en þær haga sér vel. Þetta eru góðar og skynsamar stelpur. Ég vona samt að þær verði svolítið reiðar út í mig og nota þá reiði til að leggja enn meira á sig og verða betri leikmenn. Þær vita að þetta er hluti af leiknum og því miður fá sumar svona fréttir einu sinni, tvisvar og jafnvel þrisvar áður en þær komast í liðið,“ sagði Þórir.
Handbolti Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Sjá meira