Lífið kynningar

Falleg föt fyrir allar konur

Arndís Helga segir góða þjónustu aðalsmerki 4 YOU. MYNDIR/STEFÁN
Arndís Helga segir góða þjónustu aðalsmerki 4 YOU. MYNDIR/STEFÁN

KYNNING Arndís Helga Ólafsdóttir hefur haft í mörg horn að líta undanfarnar vikur. Með skömmum fyrirvara ákváðu hún og Gunnbjörn Viðar Sigfússon að opna verslunina 4 YOU í sama mánuði og þau giftu sig. Arndís Helga segir að hjá 4 YOU sé lögð áhersla á vandaðan og fallegan fatnað fyrir allar konur.

„Hjá okkur fæst vinsæla fatalínan KAFFE frá Danmörku, sem hefur fengið sérstaklega góðar viðtökur, enda um frábæra hönnun að ræða. Buxurnar frá KAFFE hafa slegið algjörlega í gegn, en þær eru góðar í sniðinu með fínu efni að framan en teygjuefni að aftan þannig að þær fara öllum konum vel. Við seljum einnig tískufatnað frá KY dress MiIano, Esther Queen, Urban Mist og fleiri framleiðendum, aðallega frá Ítalíu. Við bjóðum líka upp á mikið úrval af fylgihlutum, svo sem trefla, húfur og hanska. Svo erum við með smart veski frá Infinity.“
 

Aðalmerki 4 YOU er danska merkið KAFFE.

Góð þjónusta aðalsmerkið
Arndís Helga segir persónulega og góða þjónustu í fyrirrúmi hjá 4 YOU. „Góð þjónusta er okkar aðalsmerki og ég veit ekkert skemmtilegra en að stjana við fólk. Hjá okkur ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi og við pössum upp á að vera með föt í öllum númerum, eða frá XS-XXL.“

Hjá 4 YOU fást förðunar- og snyrtivörur frá vinsælum merkjum.

Í 4 YOU fást einnig förðunar- og snyrtivörur frá þekktum merkjum. „Við erum t.d. með bodylínuna frá Moroccan Oil. Við erum einnig með rosalega mikið úrval af vörum sem Ásdís Inga Helgadóttir hefur hannað, svo sem Deisy Makeup línuna og Nova Tan brúnkukremin. Hún hefur líka slegið í gegn með Dermacol hyljarann sem felur bókstaflega allt, meira að segja húðflúr. Við erum með Muddy Glow Skin, gylltu olíuna frá Daríu en hún inniheldur 24 karata gull og hefur verið sérlega vinsæl. Það sama má segja um tannhvíttunarefnið frá Carbon Coco sem hefur verið vinsælt og reynst mjög vel,“ segir Arndís Helga brosandi.

Smart veski frá Infinity sem henta spari eða hversdags.

Allt í jólapakkann
Þá fæst úrval af úrum og skarti frá 24 ICELAND svo úr nógu er að velja. „Hjá okkur fæst allt í jólapakkann og einnig fötin fyrir jólin. Hingað koma margar mömmur að kaupa make-up fyrir dætur sínar og svo fá þær jólakjólinn fyrir sig hérna líka,“ segir Arndís Helga.

Hjá 4 YOU fást húfur, treflar og hanskar í úrvali.

Hún hefur verið með opið Snapchat og ætlar að halda því áfram. „Við erum líka með netverslun í smíðum sem verður opnuð bráðlega. Við sendum út á land en það er hægt að hafa samband við 4 YOU á Facebook,“ segir Arndís Helga sem stendur vaktina í 4 YOU á daginn, ásamt vinkonum sínum sem hafa verið duglegar við að aðstoða hana í nýju búðinni í Firðinum, Hafnarfirði.

4 YOU, 2. hæð Firðinum, Hafnarfirði. Facebook: 4 You Iceland. Snapchat Disa84. Sími 693 2272. Opið frá kl. 11-18 virka daga og 12-16 laugardaga.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.