Leikmaður Hattar fer frjálslega með sannleikann í erlendum miðlum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. desember 2017 10:00 Andrée Michelsson í leik gegn Haukum. vísir/anton Andrée Michelsson, leikmaður Hattar í Domino's deild karla, virðist fara frjálslega með staðreyndir í viðtali við Lokaltidningen í Malmö. Þar segist hann m.a. vera með betri tölfræði en hann er raunverulega með og segir að hann ætli að spila með einu af bestu liðum heims eftir tvö ár. Andrée, sem á íslenska móður, kom hingað til lands síðasta vetur og lék með Snæfelli. Hólmarar féllu úr Domino's deildinni og þá söðlaði Andrée um og gekk til liðs við nýliða Hattar. Lítið sem ekkert hefur gengið hjá Hattarmönnum á tímabilinu og þeir hafa tapað öllum 11 deildarleikjum sínum. Snæfell vann heldur ekki leik á síðasta tímabili og Andrée hefur því aldrei fagnað sigri í deildarleik hér á landi. Í viðtalinu segist Andrée hafa spilað vel á tímabilinu. Hann sé að spila með leikmönnum sem hafa spilað í bestu liðum heims, eins og í NBA-deildinni. Tveir leikmenn í Domino‘s-deildinni, Stanley Robinson hjá Keflavík og KR-ingurinn Jón Arnór Stefánsson, voru báðir á mála hjá NBA-liðum en spiluðu aldrei með þeim í deildinni. Þá hefur Jón Arnór ekkert spilað með KR í vetur vegna meiðsla. Andrée segir að Höttur hafi fallið úr leik í 8-liða úrslitum áður en hann kom heim, gegn liðinu sem hefur unnið fjögur ár í röð. Ekki er ljóst hvað Andrée á við þarna. Höttur hefur bara mætt KR í deildinni en féll hins vegar úr leik fyrir 1. deildarliði Breiðabliks í 8-liða úrslitum Maltbikarsins. Andrée segir því næst frá góðri frammistöðu sinni í naumu tapi fyrir KR. Hann segist hafa skorað mest í leiknum og verið með 20 stig, sjö fráköst og sjö stoðsendingar. Andrée skoraði 20 stig í leiknum en var ekki stigahæstur í liði Hattar. Þá tók hann fimm fráköst og gaf þrjár stoðsendingar en ekki sjö fráköst og sjö stoðsendingar eins og hann segir í viðtalinu. Andrée er svo spurður hvaða tölum hann sé að skila að meðaltali í leik á tímabilinu. Hann svarar 14 stig, sex fráköst og fimm stoðsendingar. Samkvæmt heimasíðu KKÍ er Andrée með 9,5 stig, 1,3 fráköst og 1,6 stoðsendingar að meðatali í leik.Tölfræði Andrée Michelsson í vetur.mynd/skjáskot af vef KKÍBlaðamaður Lokaltidningen spyr Andrée svo út í framtíðina en Andrée vonast til þess að hann verði að spila með einu af bestu liðum heims eftir tvö ár. Hér eftir má lesa þýðingu á viðtalinu við Andrée, sem birtist í Lokaltidningen í Malmö: Fyrrum leikmaður Malbas, hinn efnilegi Andrée Michaelsson leikur nú á sínu öðru tímabili á Íslandi. Fyrir þetta tímabil skipti hann um lið og gekk til liðs við nýliða Hattar sem leika í efstu deild. Í fyrra fékk Andrée Michaelsson, sem nú er heima í Videdal að halda upp á jólin, sinn fyrsta atvinnumannasamning hjá íslenska liðinu Snæfelli. Liðið féll úr efstu deild og Andrée skrifaði undir samning við nýliða Hattar. Ástæða þess að íslenska deildin varð fyrir valinu er sú að mamma hans er íslensk og hann er með tvöfalt ríkisfang. „Hvert lið má aðeins hafa þrjá erlenda leikmenn og ég telst ekki sem slíkur þar sem ég er með tvöfalt ríkisfang. Liðunum finnst það vera plús.“ Hvernig gengur hjá þér? „Mjög vel. Ég leik með leikmönnum sem hafa spilað í bestu liðum heims, líkt og NBA. Ég fæ að spila mikið, er að spila vel og bæta minn leik mikið. Ég er bara 20 ára en fæ tækifæri til að leika með virkilega góðum leikmönnum sem eru eldri en ég. Við féllum úr leik í 8-liða úrslitum áður en ég kom heim, gegn liðinu sem hefur unnið fjögur ár í röð. Við töpuðum bara með 8 stigum. Ég skoraði mest í leiknum og var með 20 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar.“ Hvert er meðaltalið þitt í leik á tímabilinu? „14 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar.“ Þú fékkst tilboð frá Ítalíu, Makedóníu, Þýskalandi og Kósovó en valdir að vera áfram í íslensku deildinni. Af hverju? „Mér leist betur á að vera eitt ár í viðbót og halda áfram að þróa minn leik. Það gerist oft að ungir leikmenn koma inn í bestu liðin of snemma. Hér get ég náð mér í meiri reynslu áður en ég tek næsta skref.“ Hvernig lítur framtíðin út? „Ég tek eitt tímabil í einu. Vonandi spila ég í einu af bestu liðum heims eftir 2 ár. Ég sé það ekki sjálfur en fólki finnst ég vera að spila vel og hefur trú á mér. Þannig að ég held áfram að leggja hart að mér og þróa minn leik.“ Hvernig er að búa á Íslandi? „Mér líður vel. Ég bý einn í þriggja herbergja íbúð þannig að það getur stundum verið svolítið einmanalegt. Ég æfi tvisvar á dag. Ég vakna klukkan 6 til að æfa klukkan 7. Síðan æfi ég aftur frá 16-18.“Uppfært 14:15Í samtali við Vísi segir Andrée að rangt hafi verið haft eftir sér í viðtalinu við Lokaltidningen.Nánar má lesa um það með því að smella hér. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Segir rangt eftir sér haft Andrée Michelsson, leikmaður Hattar í Domino's deild karla, segir að rangt hafi verið haft eftir sér í viðtali við Lokaltidningen í Malmö. 19. desember 2017 13:57 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira
Andrée Michelsson, leikmaður Hattar í Domino's deild karla, virðist fara frjálslega með staðreyndir í viðtali við Lokaltidningen í Malmö. Þar segist hann m.a. vera með betri tölfræði en hann er raunverulega með og segir að hann ætli að spila með einu af bestu liðum heims eftir tvö ár. Andrée, sem á íslenska móður, kom hingað til lands síðasta vetur og lék með Snæfelli. Hólmarar féllu úr Domino's deildinni og þá söðlaði Andrée um og gekk til liðs við nýliða Hattar. Lítið sem ekkert hefur gengið hjá Hattarmönnum á tímabilinu og þeir hafa tapað öllum 11 deildarleikjum sínum. Snæfell vann heldur ekki leik á síðasta tímabili og Andrée hefur því aldrei fagnað sigri í deildarleik hér á landi. Í viðtalinu segist Andrée hafa spilað vel á tímabilinu. Hann sé að spila með leikmönnum sem hafa spilað í bestu liðum heims, eins og í NBA-deildinni. Tveir leikmenn í Domino‘s-deildinni, Stanley Robinson hjá Keflavík og KR-ingurinn Jón Arnór Stefánsson, voru báðir á mála hjá NBA-liðum en spiluðu aldrei með þeim í deildinni. Þá hefur Jón Arnór ekkert spilað með KR í vetur vegna meiðsla. Andrée segir að Höttur hafi fallið úr leik í 8-liða úrslitum áður en hann kom heim, gegn liðinu sem hefur unnið fjögur ár í röð. Ekki er ljóst hvað Andrée á við þarna. Höttur hefur bara mætt KR í deildinni en féll hins vegar úr leik fyrir 1. deildarliði Breiðabliks í 8-liða úrslitum Maltbikarsins. Andrée segir því næst frá góðri frammistöðu sinni í naumu tapi fyrir KR. Hann segist hafa skorað mest í leiknum og verið með 20 stig, sjö fráköst og sjö stoðsendingar. Andrée skoraði 20 stig í leiknum en var ekki stigahæstur í liði Hattar. Þá tók hann fimm fráköst og gaf þrjár stoðsendingar en ekki sjö fráköst og sjö stoðsendingar eins og hann segir í viðtalinu. Andrée er svo spurður hvaða tölum hann sé að skila að meðaltali í leik á tímabilinu. Hann svarar 14 stig, sex fráköst og fimm stoðsendingar. Samkvæmt heimasíðu KKÍ er Andrée með 9,5 stig, 1,3 fráköst og 1,6 stoðsendingar að meðatali í leik.Tölfræði Andrée Michelsson í vetur.mynd/skjáskot af vef KKÍBlaðamaður Lokaltidningen spyr Andrée svo út í framtíðina en Andrée vonast til þess að hann verði að spila með einu af bestu liðum heims eftir tvö ár. Hér eftir má lesa þýðingu á viðtalinu við Andrée, sem birtist í Lokaltidningen í Malmö: Fyrrum leikmaður Malbas, hinn efnilegi Andrée Michaelsson leikur nú á sínu öðru tímabili á Íslandi. Fyrir þetta tímabil skipti hann um lið og gekk til liðs við nýliða Hattar sem leika í efstu deild. Í fyrra fékk Andrée Michaelsson, sem nú er heima í Videdal að halda upp á jólin, sinn fyrsta atvinnumannasamning hjá íslenska liðinu Snæfelli. Liðið féll úr efstu deild og Andrée skrifaði undir samning við nýliða Hattar. Ástæða þess að íslenska deildin varð fyrir valinu er sú að mamma hans er íslensk og hann er með tvöfalt ríkisfang. „Hvert lið má aðeins hafa þrjá erlenda leikmenn og ég telst ekki sem slíkur þar sem ég er með tvöfalt ríkisfang. Liðunum finnst það vera plús.“ Hvernig gengur hjá þér? „Mjög vel. Ég leik með leikmönnum sem hafa spilað í bestu liðum heims, líkt og NBA. Ég fæ að spila mikið, er að spila vel og bæta minn leik mikið. Ég er bara 20 ára en fæ tækifæri til að leika með virkilega góðum leikmönnum sem eru eldri en ég. Við féllum úr leik í 8-liða úrslitum áður en ég kom heim, gegn liðinu sem hefur unnið fjögur ár í röð. Við töpuðum bara með 8 stigum. Ég skoraði mest í leiknum og var með 20 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar.“ Hvert er meðaltalið þitt í leik á tímabilinu? „14 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar.“ Þú fékkst tilboð frá Ítalíu, Makedóníu, Þýskalandi og Kósovó en valdir að vera áfram í íslensku deildinni. Af hverju? „Mér leist betur á að vera eitt ár í viðbót og halda áfram að þróa minn leik. Það gerist oft að ungir leikmenn koma inn í bestu liðin of snemma. Hér get ég náð mér í meiri reynslu áður en ég tek næsta skref.“ Hvernig lítur framtíðin út? „Ég tek eitt tímabil í einu. Vonandi spila ég í einu af bestu liðum heims eftir 2 ár. Ég sé það ekki sjálfur en fólki finnst ég vera að spila vel og hefur trú á mér. Þannig að ég held áfram að leggja hart að mér og þróa minn leik.“ Hvernig er að búa á Íslandi? „Mér líður vel. Ég bý einn í þriggja herbergja íbúð þannig að það getur stundum verið svolítið einmanalegt. Ég æfi tvisvar á dag. Ég vakna klukkan 6 til að æfa klukkan 7. Síðan æfi ég aftur frá 16-18.“Uppfært 14:15Í samtali við Vísi segir Andrée að rangt hafi verið haft eftir sér í viðtalinu við Lokaltidningen.Nánar má lesa um það með því að smella hér.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Segir rangt eftir sér haft Andrée Michelsson, leikmaður Hattar í Domino's deild karla, segir að rangt hafi verið haft eftir sér í viðtali við Lokaltidningen í Malmö. 19. desember 2017 13:57 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira
Segir rangt eftir sér haft Andrée Michelsson, leikmaður Hattar í Domino's deild karla, segir að rangt hafi verið haft eftir sér í viðtali við Lokaltidningen í Malmö. 19. desember 2017 13:57