Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

  • Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður haldið áfram að ræða stöðu útigangsfólks á höfuðborgarsvæðinu sem borgarstjóri segir nauðsynlegt að koma strax í skjól.

    Þingflokksformaður Pírata segir stjórnarsáttmálann sýna að ríkisstjórnin hafi lítinn skilning á málefnum fíkla þar sem málaflokkurinn er settur undir dómsmálaráðuneytið. En heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að horfa á vanda fíkla af mannúð og skilningi.

    Þá fylgjumst við með því þegar ljósin voru tendruð á Oslóartrénu á Austurvelli og fylgdumst með fyrstu gestunum í endurgerðri Sundhöll Reykjavíkur.

    Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30 í kvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×