Óðinn Þór búinn að semja við eitt besta lið Danmerkur Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. desember 2017 10:45 Óðinn Þór Ríkharðsson er á leið í atvinnumennsku eftir tímabilið. vísir/anton brink Óðinn Þór Ríkharðsson, hægri hornamaður toppliðs FH í Olís-deild karla í handbolta, er búinn að semja við danska úrvalsdeildarliðið GOG Håndbold en hann gengur í raðir þess næsta sumar og klárar því leiktíðina hér heima með FH. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við danska liðið. Óðinn, sem er tvítugur, er einn efnilegasti handboltamaður landsins, en hann hefur farið á kostum undanfarin misseri í Olís-deildinni. Hann gekk í raðir FH fyrir síðustu leiktíð og fór með liðinu í lokaúrslit Íslandsmótsins á fyrsta tímabili. HK-ingurinn uppaldi er búinn að skora 66 mörk í tólf leikjum fyrir FH á tímabilinu eða 5,5 mörk í leik. Hann er búinn að skora úr 72% færa sinna úr horninu og 80% færa úr hraðaupphlaupum en hann er einn skæðasti markaskorari deildarinnar.Óðinn Þór svífur inn úr horninu á móti FH.vísir/ernirÓðinn hefur verið mikilvægur hlekkur í frábærum árgangi sínum í yngri landsliðum en hann var valinn í úrvalslið lokamóts HM U19 ára árið 2015 og einnig í úrvalslið EM U20 ára á síðasta ári. Hann var valinn í íslenska landsliðið í síðasta mánuði sem spilaði tvo vináttuleiki við Svíþjóð en þar kom hann sterkur inn og heldur væntanlega í vonina um að komast á sitt fyrsta stórmót með Íslandi en strákarnir okkar hefja leik á EM í Króatíu 12. janúar. GOG er eitt sögufrægasta lið Danmerkur en það á að baki sjö danska meistaratitla og níu bikarmeistaratitla en síðast varð það danskur meistari árið 2007. Guðmundur Guðmundsson þjálfaði liðið frá 2009-2010 en Ásgeir Örn Hallgrímsson og Snorri Steinn Guðjónsson spiluðu báðir með GOG. Félagið hét áður GOG Svendborg TGI en það fór á hausunn árið 2010 og var sett aftur á laggirnar sem GOG Handbåll. Það byrjaði í næst efstu deild en var fljótt að komast aftur í efstu deild og situr nú í 2. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar.Óðinn vonast til að hljóta náð fyrir augum Geirs þegar kemur að valinu á EM-hópnum.vísirGOG er þekkt fyrir að búa til frábæra handboltamenn en á meðal þekktra spilara sem hafa verið á mála hjá því eru dönsku landsliðsstjörnurnar Mikkel Hansen, Lasse Svan Hansen, Anders Eggert og Niklas Landin. GOG er að missa danska hægri hornamanninn Mark Strandgaard til Arons Kristjánssonar í Álaborg og virðist ætla að fylla í skarðið með Óðni sem verður, eins og staðan er, eini leikmaðurinn í liðinu sem er ekki frá Danmörku eða Noregi. Danska félagið virðist vera að gera eitthvað rétt því þýska stórliðið Flensburg er búið að tryggja sér tvo norska leikmenn GOG; vinstri skyttuna Magnus Jöndal og leikstjórnandann Göran Johannessen. Á meðal þekktra leikmann sem eru á mála hjá GOG og eru norski landsliðsmarkvörðurinn Ole Erevik og danski línumaðurinn Torsten Laen. Olís-deild karla Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Danir úr leik á HM Handbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Fleiri fréttir Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Sjá meira
Óðinn Þór Ríkharðsson, hægri hornamaður toppliðs FH í Olís-deild karla í handbolta, er búinn að semja við danska úrvalsdeildarliðið GOG Håndbold en hann gengur í raðir þess næsta sumar og klárar því leiktíðina hér heima með FH. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við danska liðið. Óðinn, sem er tvítugur, er einn efnilegasti handboltamaður landsins, en hann hefur farið á kostum undanfarin misseri í Olís-deildinni. Hann gekk í raðir FH fyrir síðustu leiktíð og fór með liðinu í lokaúrslit Íslandsmótsins á fyrsta tímabili. HK-ingurinn uppaldi er búinn að skora 66 mörk í tólf leikjum fyrir FH á tímabilinu eða 5,5 mörk í leik. Hann er búinn að skora úr 72% færa sinna úr horninu og 80% færa úr hraðaupphlaupum en hann er einn skæðasti markaskorari deildarinnar.Óðinn Þór svífur inn úr horninu á móti FH.vísir/ernirÓðinn hefur verið mikilvægur hlekkur í frábærum árgangi sínum í yngri landsliðum en hann var valinn í úrvalslið lokamóts HM U19 ára árið 2015 og einnig í úrvalslið EM U20 ára á síðasta ári. Hann var valinn í íslenska landsliðið í síðasta mánuði sem spilaði tvo vináttuleiki við Svíþjóð en þar kom hann sterkur inn og heldur væntanlega í vonina um að komast á sitt fyrsta stórmót með Íslandi en strákarnir okkar hefja leik á EM í Króatíu 12. janúar. GOG er eitt sögufrægasta lið Danmerkur en það á að baki sjö danska meistaratitla og níu bikarmeistaratitla en síðast varð það danskur meistari árið 2007. Guðmundur Guðmundsson þjálfaði liðið frá 2009-2010 en Ásgeir Örn Hallgrímsson og Snorri Steinn Guðjónsson spiluðu báðir með GOG. Félagið hét áður GOG Svendborg TGI en það fór á hausunn árið 2010 og var sett aftur á laggirnar sem GOG Handbåll. Það byrjaði í næst efstu deild en var fljótt að komast aftur í efstu deild og situr nú í 2. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar.Óðinn vonast til að hljóta náð fyrir augum Geirs þegar kemur að valinu á EM-hópnum.vísirGOG er þekkt fyrir að búa til frábæra handboltamenn en á meðal þekktra spilara sem hafa verið á mála hjá því eru dönsku landsliðsstjörnurnar Mikkel Hansen, Lasse Svan Hansen, Anders Eggert og Niklas Landin. GOG er að missa danska hægri hornamanninn Mark Strandgaard til Arons Kristjánssonar í Álaborg og virðist ætla að fylla í skarðið með Óðni sem verður, eins og staðan er, eini leikmaðurinn í liðinu sem er ekki frá Danmörku eða Noregi. Danska félagið virðist vera að gera eitthvað rétt því þýska stórliðið Flensburg er búið að tryggja sér tvo norska leikmenn GOG; vinstri skyttuna Magnus Jöndal og leikstjórnandann Göran Johannessen. Á meðal þekktra leikmann sem eru á mála hjá GOG og eru norski landsliðsmarkvörðurinn Ole Erevik og danski línumaðurinn Torsten Laen.
Olís-deild karla Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Danir úr leik á HM Handbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Fleiri fréttir Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Sjá meira