Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Að minnsta kosti einn er látinn og 200 eru særðir í átökum sem brutust út á Vesturbakkanum og Gazasvæðinu í kjölfar ákvörðunar Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna þess efnis að styðja tilkall Ísraelsríkis til Jerúsalemborgar og um leið flytja sendiráð Bandaríkjanna til borgarinnar. Nánar er fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.

Þar verður einnig greint frá samningaviðræðum Breta og Evrópusambandsins en þar virðist endanlegt samkomulag loks vera í augsýn. Rætt verður við heilbrigðisráðherra í fréttatímanum en til greina kemur að ríkið aðstoði verðandi foreldra af landsbyggðinni sem dvelja þurfa vikum saman fjarri heimilum sínum vegna skorts á fæðingarþjónustu í heimabyggð.

Þá verða íbúar á Hrafnistu heimsóttir en þeir hafa að undanförnu leyft þjóðinni að fylgjast með lífinu á dvalarheimilinu í gegn um samfélagsmiðlinn Snapchat.

Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar tvö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×