Seðlabankastjóri Bandaríkjanna tilkynnir um afsögn sína Kjartan Kjartansson skrifar 20. nóvember 2017 19:45 Janet Yellen hefur verið seðlabankastjóri í fjögur ár. Trump ákvað að endurnýja ekki skipan hennar sem bankastjóra og fá frekar sinn mann í embættið. Vísir/AFP Janet Yellen, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að hún hygðist hætta störfum fyrir bankann þegar hún lætur af embættinu í byrjun febrúar. Donald Trump forseti tilnefndi repúblikanann Jerome Powell sem eftirmann Yellen en hún hefur stjórnað bankanum frá árinu 2014. Skipunartími Yellen hjá Seðlabanka Bandaríkjanna átti ekki að renna út fyrr en árið 2024. Endanlegt brotthvarf Yellen þýðir að fyrir utan Powell er aðeins einn stjórnarmaður bankans eftir sem skipaður var af Barack Obama, fyrrverandi forseta. Trump getur nú skipað varabankastjóra og þrjá stjórnarmenn til viðbótar. Hann hefur þegar tilnefnt í eina stjórnarstöðu hjá bankanum, að því er segir í frétt Politico. „Ég er feykilega stolt af því að hafa unnið með mörgum tryggum og afar hæfum konum og körlum, sérstaklega forvera mínum í stóli bankastjóra, Ben S. Bernanke, en forysta hans í fjármálakreppunni og eftirleik þess var lykilþáttur í að reisa við stoðir fjármálakerfisins okkar og hagsæld efnahagslífsins,“ skrifar Yellen í afsagnarbréfi sínu. Powell, væntanlegur eftirmaður Yellen, hefur verið stjórnarmaður í Seðlabankanum en Obama skipaði hann árið 2012. Hann starfaði áður fyrir Carlyle Group, eitt stærsta fjárfestingafélag heims. Tengdar fréttir Trump tilnefnir nýjan mann í stól seðlabankastjóra Jerome Powell verður að öllum líkindum arftaki Janet Yellen í stóli seðlabankastjóra Bandaríkjanna. 3. nóvember 2017 08:48 Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Janet Yellen, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að hún hygðist hætta störfum fyrir bankann þegar hún lætur af embættinu í byrjun febrúar. Donald Trump forseti tilnefndi repúblikanann Jerome Powell sem eftirmann Yellen en hún hefur stjórnað bankanum frá árinu 2014. Skipunartími Yellen hjá Seðlabanka Bandaríkjanna átti ekki að renna út fyrr en árið 2024. Endanlegt brotthvarf Yellen þýðir að fyrir utan Powell er aðeins einn stjórnarmaður bankans eftir sem skipaður var af Barack Obama, fyrrverandi forseta. Trump getur nú skipað varabankastjóra og þrjá stjórnarmenn til viðbótar. Hann hefur þegar tilnefnt í eina stjórnarstöðu hjá bankanum, að því er segir í frétt Politico. „Ég er feykilega stolt af því að hafa unnið með mörgum tryggum og afar hæfum konum og körlum, sérstaklega forvera mínum í stóli bankastjóra, Ben S. Bernanke, en forysta hans í fjármálakreppunni og eftirleik þess var lykilþáttur í að reisa við stoðir fjármálakerfisins okkar og hagsæld efnahagslífsins,“ skrifar Yellen í afsagnarbréfi sínu. Powell, væntanlegur eftirmaður Yellen, hefur verið stjórnarmaður í Seðlabankanum en Obama skipaði hann árið 2012. Hann starfaði áður fyrir Carlyle Group, eitt stærsta fjárfestingafélag heims.
Tengdar fréttir Trump tilnefnir nýjan mann í stól seðlabankastjóra Jerome Powell verður að öllum líkindum arftaki Janet Yellen í stóli seðlabankastjóra Bandaríkjanna. 3. nóvember 2017 08:48 Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Trump tilnefnir nýjan mann í stól seðlabankastjóra Jerome Powell verður að öllum líkindum arftaki Janet Yellen í stóli seðlabankastjóra Bandaríkjanna. 3. nóvember 2017 08:48