Kvendúxinn María Bjarnadóttir skrifar 24. nóvember 2017 13:30 Árið 1941 fékk dúx Menntaskólans í Reykjavík ekki styrk frá stjórnvöldum til þess að stunda háskólanám við erlendan háskóla eins og áður hafði tíðkast, heldur semi-dúxinn. Þetta gerðist auðvitað áður en hugtakið „stjórnsýslulög“ fékk eitthvert raunverulegt gildi á Íslandi svo að það var engin kærunefnd fyrir dúxinn að leita til. Þetta er meðal umfjöllunarefna í bókinni Íslenska menntakonan verður til, eftir Valborgu Sigurðardóttur. Í bókinni er einnig listi yfir fyrstu konurnar sem tóku stúdentspróf og háskólapróf á Íslandi og þegar hann er lesinn saman við frásögnina af dúxinum er ljóst að höfundurinn hefur haft ansi persónulega innsýn í málið. Dúxinn fékk ekki styrkinn af því að hún var kona. Hún var sannarlega dúx og átti rétt á styrknum miðað við reglurnar, en stjórnvöldum þótti þó ekki skynsamlegt að styrkja kvendúx til náms erlendis. Reglurnar voru jú skrifaðar þegar það voru bara karlnemendur og því aðeins karldúxar. Synjunin var réttlætt þannig að líkur voru á að kvendúx myndi giftast útlendingi og ílengjast á erlendri grundu við húsmóðurstörf og uppeldi. Með stuðningi við kvendúx væru stjórnvöld því í raun að kasta fé á glæ. Þess vegna þótti vænlegra að veðja á karlkyns semi-dúxinn þótt það þýddi að beygja aðeins reglurnar. Það er gott að minna á að þrátt fyrir sterkar vísbendingar um annað í vikunni, hefur eitthvað unnist í jafnréttisbaráttunni. Nú getum við öll skuldsett okkur fyrir menntun, óháð kyni. Það er eitthvað! Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun
Árið 1941 fékk dúx Menntaskólans í Reykjavík ekki styrk frá stjórnvöldum til þess að stunda háskólanám við erlendan háskóla eins og áður hafði tíðkast, heldur semi-dúxinn. Þetta gerðist auðvitað áður en hugtakið „stjórnsýslulög“ fékk eitthvert raunverulegt gildi á Íslandi svo að það var engin kærunefnd fyrir dúxinn að leita til. Þetta er meðal umfjöllunarefna í bókinni Íslenska menntakonan verður til, eftir Valborgu Sigurðardóttur. Í bókinni er einnig listi yfir fyrstu konurnar sem tóku stúdentspróf og háskólapróf á Íslandi og þegar hann er lesinn saman við frásögnina af dúxinum er ljóst að höfundurinn hefur haft ansi persónulega innsýn í málið. Dúxinn fékk ekki styrkinn af því að hún var kona. Hún var sannarlega dúx og átti rétt á styrknum miðað við reglurnar, en stjórnvöldum þótti þó ekki skynsamlegt að styrkja kvendúx til náms erlendis. Reglurnar voru jú skrifaðar þegar það voru bara karlnemendur og því aðeins karldúxar. Synjunin var réttlætt þannig að líkur voru á að kvendúx myndi giftast útlendingi og ílengjast á erlendri grundu við húsmóðurstörf og uppeldi. Með stuðningi við kvendúx væru stjórnvöld því í raun að kasta fé á glæ. Þess vegna þótti vænlegra að veðja á karlkyns semi-dúxinn þótt það þýddi að beygja aðeins reglurnar. Það er gott að minna á að þrátt fyrir sterkar vísbendingar um annað í vikunni, hefur eitthvað unnist í jafnréttisbaráttunni. Nú getum við öll skuldsett okkur fyrir menntun, óháð kyni. Það er eitthvað! Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun