Ljósberinn í hjartanu Telma Tómasson skrifar 28. nóvember 2017 07:00 Desember er mörgum erfiður mánuður. Myrkrið umlykur, dagsbirtan skammvinn. Fram undan er jólahátíð, hjartans bjartasti tími ársins. Þó ekki fyrir alla, því andstæðurnar hvítt og svart leika lausum hala. Á bak við hástemmuna fela sig erfiðu stundirnar, sorg, áföll, horfnir ástvinir, mistök fortíðar, helvíti fíknilífs, andnauð fátæktar. Svo fátt eitt sé nefnt. Vinabandið var fléttað á menntaskólaárunum. Hún var fágætt eintak af manneskju, myndarlega stúlkan. Mjúk í fasi, með blik í auga og greindarlegt enni, þar kom enginn að tómum kofanum. Lífsglöð gekk hún áfram veginn og hitti á köldu vetrarkvöldi ókunnugan mann. Þau horfðu hvort á annað, örlögin ráðin. Og eilífð ástarinnar var innsigluð í nýju lífi. Unga konan fæddi fallega barnið, var vinsæl og vinamörg, yfirburðar í leik og starfi. En ský dró fyrir sólu, henni var ætlað annað og stærra. Skarpgreinda stúlkan með hnausþykka hárið, vinkonan ljúfa, fór alltof fljótt. Það var kalsaveður og illt í sjó daginn sem dísin kvaddi jarðvistina, tók hörpu sína og snerti strengi á nýjum stað. Við vorum óhuggandi, söknuðum daglega og tárin streymdu. En einhvern veginn hélt jörðin áfram að snúast, árstíðir komu og fóru, árin liðu hjá. Smám saman rofaði til, með tímanum kom hlýjan og ljósið sem hreiðraði um sig hið innra, minningin sem aldrei hverfur. Stúlkan góða varð ljósberinn minn. Lokaðu nú augunum, lesandi góður, andaðu djúpt og hugsaðu ljós. Hvað sérðu? Sól á himni, ástina þína, bros barnanna, föður og móður, vinina góðu, frið á jörðu, útbreiddan faðm, frelsi í fjallasal? Hugsaðu. Hver er þinn ljósberi? Hlustaðu. Hann er í hjartanu. Og allt verður bjartara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Telma Tómasson Mest lesið Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun
Desember er mörgum erfiður mánuður. Myrkrið umlykur, dagsbirtan skammvinn. Fram undan er jólahátíð, hjartans bjartasti tími ársins. Þó ekki fyrir alla, því andstæðurnar hvítt og svart leika lausum hala. Á bak við hástemmuna fela sig erfiðu stundirnar, sorg, áföll, horfnir ástvinir, mistök fortíðar, helvíti fíknilífs, andnauð fátæktar. Svo fátt eitt sé nefnt. Vinabandið var fléttað á menntaskólaárunum. Hún var fágætt eintak af manneskju, myndarlega stúlkan. Mjúk í fasi, með blik í auga og greindarlegt enni, þar kom enginn að tómum kofanum. Lífsglöð gekk hún áfram veginn og hitti á köldu vetrarkvöldi ókunnugan mann. Þau horfðu hvort á annað, örlögin ráðin. Og eilífð ástarinnar var innsigluð í nýju lífi. Unga konan fæddi fallega barnið, var vinsæl og vinamörg, yfirburðar í leik og starfi. En ský dró fyrir sólu, henni var ætlað annað og stærra. Skarpgreinda stúlkan með hnausþykka hárið, vinkonan ljúfa, fór alltof fljótt. Það var kalsaveður og illt í sjó daginn sem dísin kvaddi jarðvistina, tók hörpu sína og snerti strengi á nýjum stað. Við vorum óhuggandi, söknuðum daglega og tárin streymdu. En einhvern veginn hélt jörðin áfram að snúast, árstíðir komu og fóru, árin liðu hjá. Smám saman rofaði til, með tímanum kom hlýjan og ljósið sem hreiðraði um sig hið innra, minningin sem aldrei hverfur. Stúlkan góða varð ljósberinn minn. Lokaðu nú augunum, lesandi góður, andaðu djúpt og hugsaðu ljós. Hvað sérðu? Sól á himni, ástina þína, bros barnanna, föður og móður, vinina góðu, frið á jörðu, útbreiddan faðm, frelsi í fjallasal? Hugsaðu. Hver er þinn ljósberi? Hlustaðu. Hann er í hjartanu. Og allt verður bjartara.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun