Jákvæðni, já takk! Óttar Guðmundsson skrifar 11. nóvember 2017 07:00 Með aukinni færni þjóðarinnar á samfélagsmiðlum hefur neikvæðni aukist til muna. Menn hafa allt á hornum sér í kommentakerfunum og reglulega „logar netið“ af sameiginlegri hneykslun og reiði. Margir hafa auglýst eftir aukinni jákvæðni og bjartsýni þjóðarinnar. Stöðugt er boðið upp á námskeið til að efla jákvæða hugsun og sjálfshjálparbækur fyrir fólk í hamingjuleit njóta vinsælda. Þetta virðist þó ekki skila neinum árangri. Það var mér mikið gleðiefni hvernig flokkarnir tóku kosningaúrslitunum um nýliðna helgi. Viðbrögð þeirra allra einkenndust af bjartsýni og jákvæðni. Allir stóðu uppi sem sigurvegarar. Björt framtíð sem þurrkaðist út en vann stóran siðferðislegan sigur. Framsókn og Sjálfstæðis hlutu einhverjar verstu kosningar í sögu flokkana en unnu frækna varnarsigra. Samfylking fagnaði glæstum sigri þótt óralangt væri í gömul kosningaúrslit. VG missti niður forskot og fyrirheit um mikla fylgisaukningu en fagnaði samt sigri. Sigmundur D. og Flokkur fólksins töldu sig með réttu raunverulega sigurvegara. Enginn kenndi neinum um neitt enda unnu allir. Þetta boðar gott fyrir framtíðina. Nú hætta menn öllu kvarti og kveini og snúa vörn í sókn. Enginn bíður lengur lægri hlut í neinum slag heldur stendur uppi sem sigurvegari sama hver útkoman í raun er. Nú hættir netið að fara hliðina yfir einhverjum klaufalegum ummælum heldur túlkar allt á besta veg af jákvæðni og mennsku. Menn hneykslast ekki lengur fyrir hönd sjálfra sín og annarra heldur láta sér fátt um finnast þótt einhver bulli eitthvað sem hægt er að misskilja. Bjartir tímar eru í vændum í boði okkar skynsömu pólitísku leiðtoga. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Með aukinni færni þjóðarinnar á samfélagsmiðlum hefur neikvæðni aukist til muna. Menn hafa allt á hornum sér í kommentakerfunum og reglulega „logar netið“ af sameiginlegri hneykslun og reiði. Margir hafa auglýst eftir aukinni jákvæðni og bjartsýni þjóðarinnar. Stöðugt er boðið upp á námskeið til að efla jákvæða hugsun og sjálfshjálparbækur fyrir fólk í hamingjuleit njóta vinsælda. Þetta virðist þó ekki skila neinum árangri. Það var mér mikið gleðiefni hvernig flokkarnir tóku kosningaúrslitunum um nýliðna helgi. Viðbrögð þeirra allra einkenndust af bjartsýni og jákvæðni. Allir stóðu uppi sem sigurvegarar. Björt framtíð sem þurrkaðist út en vann stóran siðferðislegan sigur. Framsókn og Sjálfstæðis hlutu einhverjar verstu kosningar í sögu flokkana en unnu frækna varnarsigra. Samfylking fagnaði glæstum sigri þótt óralangt væri í gömul kosningaúrslit. VG missti niður forskot og fyrirheit um mikla fylgisaukningu en fagnaði samt sigri. Sigmundur D. og Flokkur fólksins töldu sig með réttu raunverulega sigurvegara. Enginn kenndi neinum um neitt enda unnu allir. Þetta boðar gott fyrir framtíðina. Nú hætta menn öllu kvarti og kveini og snúa vörn í sókn. Enginn bíður lengur lægri hlut í neinum slag heldur stendur uppi sem sigurvegari sama hver útkoman í raun er. Nú hættir netið að fara hliðina yfir einhverjum klaufalegum ummælum heldur túlkar allt á besta veg af jákvæðni og mennsku. Menn hneykslast ekki lengur fyrir hönd sjálfra sín og annarra heldur láta sér fátt um finnast þótt einhver bulli eitthvað sem hægt er að misskilja. Bjartir tímar eru í vændum í boði okkar skynsömu pólitísku leiðtoga. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun