Körfubolti

Fyrrverandi leikmaður Orlando Magic til Keflavíkur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stanley Robinson lék nokkra æfingaleiki með Orlando Magic.
Stanley Robinson lék nokkra æfingaleiki með Orlando Magic. vísir/getty
Keflavík er búið að senda Bandaríkjamanninn Cameron Forte heim. Í staðinn fékk liðið Stanley Robinson sem er með ansi flotta ferilskrá.

Robinson lék í fjögur ár með hinum sterka Connecticut háskóla í Bandaríkjunum. Árið 2010 var hann valinn í annarri umferð nýliðavalsins í NBA af Orlando Magic. Robinson náði aldrei að spila keppnisleik fyrir Orlando en lék nokkra æfingaleiki með liðinu.

Robinson, sem er 2,06 metra hár framherji, hefur farið víða á síðustu árum. Í fyrra lék hann í Dóminíska lýðveldinu, varð meistari með sínu liði og var valinn verðmætasti leikmaður dóminísku deildarinnar.

Robinson, sem er 29 ára, hefur einnig leikið í D-deildinni í Bandaríkjunum, Kanada, Síle og Úrúgvæ.

Robinson leikur væntanlega sinn fyrsta leik fyrir Keflavík þegar liðið sækir Hött heim á morgun.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.