Körfubolti

Fyrrverandi leikmaður Orlando Magic til Keflavíkur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stanley Robinson lék nokkra æfingaleiki með Orlando Magic.
Stanley Robinson lék nokkra æfingaleiki með Orlando Magic. vísir/getty

Keflavík er búið að senda Bandaríkjamanninn Cameron Forte heim. Í staðinn fékk liðið Stanley Robinson sem er með ansi flotta ferilskrá.

Robinson lék í fjögur ár með hinum sterka Connecticut háskóla í Bandaríkjunum. Árið 2010 var hann valinn í annarri umferð nýliðavalsins í NBA af Orlando Magic. Robinson náði aldrei að spila keppnisleik fyrir Orlando en lék nokkra æfingaleiki með liðinu.

Robinson, sem er 2,06 metra hár framherji, hefur farið víða á síðustu árum. Í fyrra lék hann í Dóminíska lýðveldinu, varð meistari með sínu liði og var valinn verðmætasti leikmaður dóminísku deildarinnar.

Robinson, sem er 29 ára, hefur einnig leikið í D-deildinni í Bandaríkjunum, Kanada, Síle og Úrúgvæ.

Robinson leikur væntanlega sinn fyrsta leik fyrir Keflavík þegar liðið sækir Hött heim á morgun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.