Körfubolti

Kiddi Gun: Fáum miklu meira fyrir peninginn í Bandaríkjunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Kristinn Geir Friðriksson, einn af körfuboltasérfræðingum Stöðvar 2 Sports, vill ekki setja hömlur á fjölda Bandaríkjamanna í Dominos-deildunum fyrst það verður leyfilegt að tefla fram fjölda Evrópubúa.

„Ég hefði viljað sjá það óheft fyrst við erum að fara þessa leið. Mér finnst rakið að ganga alla leið í þessu. Við fáum miklu meira fyrir peninginn í Bandaríkjunum. Gengið er á þeim stað og við erum að fá frábæra leikmenn sem geta notað þessa deild sem stökkpall. Við erum að fá tvo fyrir einn. Þetta er happy hour í Bandaríkjunum,“ segir Kristinn.

„Ég held að deildin verði miklu skemmtilegri fyrir vikið. Fjórir Bandaríkjamenn í einu liði eða einn Kani og þrír Evrópubúar er allt annað. Þá er komið skemmtilegra og ódýrara lið. Það sé ég sem plús í þessu.“

Kristinn er ekki neikvæður fyrir þeim breytingum sem verða á deildinni næsta vetur og segir að þær muni hjálpa liðunum út á landi.

„Lítil lið geta aukið áhuga sinna iðkenda með því að komast upp í efstu deild með þessari reglubreytingu. Það verður líka miklu meiri samkeppni um að komast upp í Dominos-deildina. 1. deildin verður fáranlega sterk þar sem allir geta unnið alla.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.