Handbolti

Rétthentu landsliðshornamennirnir báðir með sjö mörk

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bjarki Már skoraði var markahæstur í liði Füchse Berlin í sigrinum á Göppingen.
Bjarki Már skoraði var markahæstur í liði Füchse Berlin í sigrinum á Göppingen. vísir/eyþór
Bjarki Már Elísson skoraði sjö mörk úr jafn mörgum skotum þegar Füchse Berlin vann 32-38 útisigur á Göppingen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Berlínarrefirnir eru á toppi deildarinnar með 19 stig, einu stigi á undan Rhein-Neckar Löwen sem vann Magdeburg, 29-32.

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sjö mörk fyrir Löwen sem hefur unnið átta leiki í röð. Alexander Petersson skoraði eitt mark fyrir Ljónin og gaf þrjár stoðsendingar. Löwen á einn leik til góða á Füchse Berlin.

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel áttu ekki í neinum vandræðum með að leggja Ludwigshafen að velli, 28-21. Með sigrinum fór Kiel upp í 7. sæti deildarinnar.

Aðalsteinn Eyjólfsson stýrði Erlangen í fyrsta sinn í kvöld. Liðið tapaði þá 26-23 fyrir Wetzlar á útivelli. Erlangen er í sextánda og þriðja neðsta sæti deildarinnar með aðeins fimm stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×