Viktor Gísli æfði með ofurstjörnum PSG: „Þetta var draumi líkast“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. október 2017 09:45 Viktor Gísli Hallgrímsson þurfti að glíma við skot frá Nikola Karabatic og Mikkel Hansen. vísir/getty/ernir Viktor Gísli Hallgrímsson, 17 ára gamall unglingalandsliðsmaður Fram í Olís-deild karla í handbolta, æfði með Paris Saint-Germain í vikunni en Frakklandsmeistararnir eru með eitt allra besta lið heims. Parísarliðið bauð Viktori í heimsókn en hann fór út á þriðjudaginn og kom aftur heim í gær. Hann gekkst undir læknisskoðun ytra og æfði svo einu sinni með ofurstjörnum PSG sem var eðlilega mikil upplifun fyrir þennan gríðarlega efnilega markvörð. „Þetta var rosalegt, alveg draumi líkast,“ segir Viktor Gísli en hann þurfti þarna að glíma við skot frá heims- og Evrópumeisturum á borð við Uwe Gensheimer, Luc Abalo, Mikkel Hansen, Daniel Narcisse og Nikola Karabatic. „Þessir menn eru náttúrlega rosalegir. Maður hélt stundum að maður væri að fara að verja eitthvað en þá fór boltinn bara í skeytin.“ Viktor Gísli átti varla orð til að lýsa aðstæðum hjá Frakklandsmeisturunum sem eru nú komnir með íslenska markvörðinn á radarinn og hver veit nema hann verði í framtíðinni fenginn til að leysa af Thierry Omeyer í markinu hjá PSG. „Þetta kveikir auðvitað enn frekari neista í manni en nú fer maður bara aftur að hugsa um Fram og næsta deildarleik á sunnudaginn. Þetta var gaman en nú er það bara deildin hérna heima,“ segir Viktor Gísli Hallgrímsson. Fram mætir nýliðum Víkings í Víkinni klukkan 17.00 á sunnudaginn þegar að sjöunda umferðin verður spiluð í heild sinni. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Fleiri fréttir Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Sjá meira
Viktor Gísli Hallgrímsson, 17 ára gamall unglingalandsliðsmaður Fram í Olís-deild karla í handbolta, æfði með Paris Saint-Germain í vikunni en Frakklandsmeistararnir eru með eitt allra besta lið heims. Parísarliðið bauð Viktori í heimsókn en hann fór út á þriðjudaginn og kom aftur heim í gær. Hann gekkst undir læknisskoðun ytra og æfði svo einu sinni með ofurstjörnum PSG sem var eðlilega mikil upplifun fyrir þennan gríðarlega efnilega markvörð. „Þetta var rosalegt, alveg draumi líkast,“ segir Viktor Gísli en hann þurfti þarna að glíma við skot frá heims- og Evrópumeisturum á borð við Uwe Gensheimer, Luc Abalo, Mikkel Hansen, Daniel Narcisse og Nikola Karabatic. „Þessir menn eru náttúrlega rosalegir. Maður hélt stundum að maður væri að fara að verja eitthvað en þá fór boltinn bara í skeytin.“ Viktor Gísli átti varla orð til að lýsa aðstæðum hjá Frakklandsmeisturunum sem eru nú komnir með íslenska markvörðinn á radarinn og hver veit nema hann verði í framtíðinni fenginn til að leysa af Thierry Omeyer í markinu hjá PSG. „Þetta kveikir auðvitað enn frekari neista í manni en nú fer maður bara aftur að hugsa um Fram og næsta deildarleik á sunnudaginn. Þetta var gaman en nú er það bara deildin hérna heima,“ segir Viktor Gísli Hallgrímsson. Fram mætir nýliðum Víkings í Víkinni klukkan 17.00 á sunnudaginn þegar að sjöunda umferðin verður spiluð í heild sinni.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Fleiri fréttir Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Sjá meira