„Við köstuðum þessu frá okkur“ Einar Sigurvinsson skrifar 22. október 2017 22:37 Gunnar Magnússon vísir/anton brink „Við vorum bara klaufar að vera ekki meira yfir í hálfleik, þetta var frábær fyrri hálfleikur. Vörnin var stórkostleg fyrstu 30 mínúturnar og við spiluðum frábærlega, sagði Gunnar Magnússon þjálfari Hauka, eftir eins marks tap liðsins gegn Selfyssingum í kvöld. Haukar voru töluvert betra liðið á vellinum í fyrri hálfleik en allt annað var að liðið í þeim síðari. Það tók Selfyssinga 11 mínútur að jafna leikinn eftir að hafa farið fimm mörkum undir inn í hálfleikinn. „Í seinni hálfleik er þetta svo bara eins og svart og hvítt, miðjublokkin sem var búin að vera frábær í fyrri hálfleik bara hrinur og allir með. Það stendur ekki steinn við steini í vörninni og við bara náum ekki að klukka þá varnarlega. Við eigum bara ekki séns í þá varnarlega í seinni hálfleik og þeir ganga á lagið. Við fáum á okkur 16 mörk í einum hálfleik sem er allt of mikið fyrir okkur.“ „Ég er ekki bara ósáttur með það hvernig við fórum niður á hælana, við vorum líka að missa hausinn í klaufalegum brotum og vorum mikið einum færri. Við köstuðum þessu frá okkur.“ Aðspurður hvort hann hafi einhverjar skýringar á leik liðsins í síðari hálfleik sagði Gunnar að hann þyrfti að skoða leikinn betur. „Við þurfum bara að leggjast yfir þetta. Auðvitað var skelfilegt að sjá hvernig sömu mennirnir og voru frábærir í fyrri hálfleik detta niður í seinni hálfleik. Að sama skapi var færanýtingin hræðileg, sérstaklega af línunni. Þegar við vorum eiga slæman kafla varnarlega vantaði okkur að klára færin líka til að halda þeim í skefjum. Við fengum nóg af færum í síðari hálfleik til að skora meira en 10 mörk, en við nýttum þau ekki. Undir lok leiksins voru nokkrir dómar að leggjast illa í leikmenn Hauka, Gunnar vildi þó ekki meina að þetta hafi verið illa dæmdur leikur. „Nei, ég er mest svekktur út í okkur sjálfa. Þetta var kannski eitthvað eitt og eitt atriði en ég er mest svekktur yfir því hvernig við duttum niður í seinni hálfleik. Allur minn pirringur var út í okkar drengi, hvernig við duttum niður og misstum hausinn. Þetta er ekki boðlegt.“ „Við þurfum bara að læra af þessu. Á móti jafn góðu liði og Selfoss, ef við gefum þeim blóðbragð á tennurnar þá taka þeir það, allan daginn,“ sagði svekktur Gunnar að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Selfoss 23-24 | Frábær endurkoma Selfyssinga Ungt lið Selfoss sýndi frábæran karakter í að vinna upp sjö marka mun og sigra Hauka á Ásvöllum í kvöld 22. október 2017 22:30 Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Fleiri fréttir Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Sjá meira
„Við vorum bara klaufar að vera ekki meira yfir í hálfleik, þetta var frábær fyrri hálfleikur. Vörnin var stórkostleg fyrstu 30 mínúturnar og við spiluðum frábærlega, sagði Gunnar Magnússon þjálfari Hauka, eftir eins marks tap liðsins gegn Selfyssingum í kvöld. Haukar voru töluvert betra liðið á vellinum í fyrri hálfleik en allt annað var að liðið í þeim síðari. Það tók Selfyssinga 11 mínútur að jafna leikinn eftir að hafa farið fimm mörkum undir inn í hálfleikinn. „Í seinni hálfleik er þetta svo bara eins og svart og hvítt, miðjublokkin sem var búin að vera frábær í fyrri hálfleik bara hrinur og allir með. Það stendur ekki steinn við steini í vörninni og við bara náum ekki að klukka þá varnarlega. Við eigum bara ekki séns í þá varnarlega í seinni hálfleik og þeir ganga á lagið. Við fáum á okkur 16 mörk í einum hálfleik sem er allt of mikið fyrir okkur.“ „Ég er ekki bara ósáttur með það hvernig við fórum niður á hælana, við vorum líka að missa hausinn í klaufalegum brotum og vorum mikið einum færri. Við köstuðum þessu frá okkur.“ Aðspurður hvort hann hafi einhverjar skýringar á leik liðsins í síðari hálfleik sagði Gunnar að hann þyrfti að skoða leikinn betur. „Við þurfum bara að leggjast yfir þetta. Auðvitað var skelfilegt að sjá hvernig sömu mennirnir og voru frábærir í fyrri hálfleik detta niður í seinni hálfleik. Að sama skapi var færanýtingin hræðileg, sérstaklega af línunni. Þegar við vorum eiga slæman kafla varnarlega vantaði okkur að klára færin líka til að halda þeim í skefjum. Við fengum nóg af færum í síðari hálfleik til að skora meira en 10 mörk, en við nýttum þau ekki. Undir lok leiksins voru nokkrir dómar að leggjast illa í leikmenn Hauka, Gunnar vildi þó ekki meina að þetta hafi verið illa dæmdur leikur. „Nei, ég er mest svekktur út í okkur sjálfa. Þetta var kannski eitthvað eitt og eitt atriði en ég er mest svekktur yfir því hvernig við duttum niður í seinni hálfleik. Allur minn pirringur var út í okkar drengi, hvernig við duttum niður og misstum hausinn. Þetta er ekki boðlegt.“ „Við þurfum bara að læra af þessu. Á móti jafn góðu liði og Selfoss, ef við gefum þeim blóðbragð á tennurnar þá taka þeir það, allan daginn,“ sagði svekktur Gunnar að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Selfoss 23-24 | Frábær endurkoma Selfyssinga Ungt lið Selfoss sýndi frábæran karakter í að vinna upp sjö marka mun og sigra Hauka á Ásvöllum í kvöld 22. október 2017 22:30 Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Fleiri fréttir Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Selfoss 23-24 | Frábær endurkoma Selfyssinga Ungt lið Selfoss sýndi frábæran karakter í að vinna upp sjö marka mun og sigra Hauka á Ásvöllum í kvöld 22. október 2017 22:30