Seinni bylgjan: Spurningin sem enginn hatar meira en Snorri Steinn Guðjónsson Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2017 10:00 Tómas Þór Þórðarson og strákarnir í Seinni bylgjunni tók fyrir stöðu Snorra Steins Guðjónssonar, annars þjálfara Valsliðsins í þættinum í gær. Valsliðið spilaði afar dapran sóknarleik í stórtap á móti FH í toppslag deildarinnar á sunnudaginn. „Endalausa spurningin er, spurning sem einn maður hatar meira en allt í heiminum og það er hann sjálfur, Snorri Steinn Guðjónsson,“ sagði Tómas Þór sem var þá að vísa í það að Snorri Steinn hefur ekki spilað með Valsliðinu í vetur. Það héldu flestir að hann ætlaði að vera spilandi þjálfari á þessu tímabili. Snorri Steinn ætlar sér að gera alvöru leikstjórnanda úr Ými Erni Gíslasyni sem hefur fengið að spila mikið á miðjunni í sókn Vals. Það hefur hinsvegar ekki gengið alltof vel. „Menn bíða eftir meiru frá Ými. Hann var meiddur í undirbúningnum og það mæðir mikið á honum í varnarleiknum. Ég veit bara ekki hvort hann sé í standi til þess að taka sóknina líka. Þá er það spurningin hvort Snorri eigi ekki að létta það af honum og spila sjálfur á móti Antoni á miðjunni í sókn. Taka kannski 50 prósent á móti honum. Ég veit það ekki en hann bara stýrir því sjálfur,“ sagði Dagur Sigurðsson sem var spekingur þáttarins í gær með Sigfúsi Sigurðssyni. „Fyrst og fremst þarf liðið í heild á ná meiri rytma og meiri hraða. Passa það að vera ekki svona útreiknalegir,“ bætti Dagur við. Snorri Steinn hefur ekki gefið mikið af sér í upphafi tímabils hvað varðandi viðtöl og annað en Dagur býst við meiru frá honum. „Ég held að það eigi eftir að koma meira. Ég held að hann eigi eftir að koma inn á völlinn. Við megum ekki gleyma því að þetta eru fyrstu sjö, átta leikir hans á þjálfaraferlinum og hann er að koma inn í samstarf með Gulla. Þeir eru kannski ennþá að finna fjalirnar og Gulli er mjög reynslumikill þjálfari úr deildinni. Það er ekkert skrýtið að hann sé leiðandi í þessu enda þekkir hann þetta landslag vel,“ sagði Dagur. Það má finna alla umræðuna um Snorra Stein í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild karla Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Fleiri fréttir Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Sjá meira
Tómas Þór Þórðarson og strákarnir í Seinni bylgjunni tók fyrir stöðu Snorra Steins Guðjónssonar, annars þjálfara Valsliðsins í þættinum í gær. Valsliðið spilaði afar dapran sóknarleik í stórtap á móti FH í toppslag deildarinnar á sunnudaginn. „Endalausa spurningin er, spurning sem einn maður hatar meira en allt í heiminum og það er hann sjálfur, Snorri Steinn Guðjónsson,“ sagði Tómas Þór sem var þá að vísa í það að Snorri Steinn hefur ekki spilað með Valsliðinu í vetur. Það héldu flestir að hann ætlaði að vera spilandi þjálfari á þessu tímabili. Snorri Steinn ætlar sér að gera alvöru leikstjórnanda úr Ými Erni Gíslasyni sem hefur fengið að spila mikið á miðjunni í sókn Vals. Það hefur hinsvegar ekki gengið alltof vel. „Menn bíða eftir meiru frá Ými. Hann var meiddur í undirbúningnum og það mæðir mikið á honum í varnarleiknum. Ég veit bara ekki hvort hann sé í standi til þess að taka sóknina líka. Þá er það spurningin hvort Snorri eigi ekki að létta það af honum og spila sjálfur á móti Antoni á miðjunni í sókn. Taka kannski 50 prósent á móti honum. Ég veit það ekki en hann bara stýrir því sjálfur,“ sagði Dagur Sigurðsson sem var spekingur þáttarins í gær með Sigfúsi Sigurðssyni. „Fyrst og fremst þarf liðið í heild á ná meiri rytma og meiri hraða. Passa það að vera ekki svona útreiknalegir,“ bætti Dagur við. Snorri Steinn hefur ekki gefið mikið af sér í upphafi tímabils hvað varðandi viðtöl og annað en Dagur býst við meiru frá honum. „Ég held að það eigi eftir að koma meira. Ég held að hann eigi eftir að koma inn á völlinn. Við megum ekki gleyma því að þetta eru fyrstu sjö, átta leikir hans á þjálfaraferlinum og hann er að koma inn í samstarf með Gulla. Þeir eru kannski ennþá að finna fjalirnar og Gulli er mjög reynslumikill þjálfari úr deildinni. Það er ekkert skrýtið að hann sé leiðandi í þessu enda þekkir hann þetta landslag vel,“ sagði Dagur. Það má finna alla umræðuna um Snorra Stein í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Fleiri fréttir Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Sjá meira