Körfubolti

Georgía verður í kvöld fyrsta konan sem dæmir í efstu deild karla

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Georgía Olga Kristiansen.
Georgía Olga Kristiansen. Mynd/Heiða

Georgía Olga Kristiansen mun í kvöld brjóta blað í sögu körfuknattleiks á Íslandi þegar hún verður fyrst kvenna til að dæma leik í efstu deild karla eða Domino´s deildinni.

Georgía dæmir leik Vals og Tindastóls í Valshöllinni á Hlíðarenda en leikurinn í 2. umferð Domino´s deildar karla. Meðdómarar hennar verða þeir Jón Guðmundsson og Leifur Garðarsson.

„Er þetta mikið gleðiefni fyrir körfuknattleik á Íslandi og hvetur KKÍ fleiri konur til að taka að sér störf í dómgæslu sem og önnur störf innan íþróttahreyfingarinnar,“ segir í fréttatilkynningu frá KKÍ.

Georgía Olga Kristiansen er þó ekki að dæma hjá karlaliðum í fyrsta sinn því hún hefur dæmt leiki í bikarnum og í neðri deildum.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.