Körfubolti

Kári búinn að semja við Hauka

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kári er á leið í rautt á nýjan leik.
Kári er á leið í rautt á nýjan leik. vísir/anton
Haukar munu fá mikinn liðsstyrk í hádeginu í dag er Kári Jónsson skrifar undir samning við uppeldisfélag sitt.

Í heiðarlegri fréttatilkynningu Hauka er staðfest að Kári muni skrifa undir samning í hádeginu á blaðamannafundi á Ásvöllum.

Kári kom heim til Íslands á mánudag eftir að hafa hætt námi við Drexel-háskólann í Bandaríkjunum. Hann tjáði Vísi þá að hann ætlaði að skoða sína möguleika en sagði að eðlilega væru Haukar ofarlega á blaði hjá sér.

Það þarf ekkert að fjölyrða um hversu mikill styrkur þetta er fyrir Hauka en á síðasta tímabili Kára áður en hann hélt út þá var hann einn af bestu leikmönnum Dominos-deildarinnar og Haukar fóru alla leið í úrslit.


Tengdar fréttir

Ekki sjálfgefið að Kári fari aftur í Hauka

Kári Jónsson er hættur hjá Drexel-háskólanum í Bandaríkjunum og kominn heim. Hann ætlar sér að spila í Domino's-deildinni í vetur en óvíst er með hvaða liði það verður. Kári ætlar að sjá til hvað honum stendur til boða hér heima.

Kári kominn heim

Körfuboltamaðurinn frábæri Kári Jónsson er hættur í Drexel-háskólanum í Bandaríkjunum og kominn heim. Hann er í leit að liði.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.