Körfubolti

Kári búinn að semja við Hauka

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kári er á leið í rautt á nýjan leik.
Kári er á leið í rautt á nýjan leik. vísir/anton

Haukar munu fá mikinn liðsstyrk í hádeginu í dag er Kári Jónsson skrifar undir samning við uppeldisfélag sitt.

Í heiðarlegri fréttatilkynningu Hauka er staðfest að Kári muni skrifa undir samning í hádeginu á blaðamannafundi á Ásvöllum.

Kári kom heim til Íslands á mánudag eftir að hafa hætt námi við Drexel-háskólann í Bandaríkjunum. Hann tjáði Vísi þá að hann ætlaði að skoða sína möguleika en sagði að eðlilega væru Haukar ofarlega á blaði hjá sér.

Það þarf ekkert að fjölyrða um hversu mikill styrkur þetta er fyrir Hauka en á síðasta tímabili Kára áður en hann hélt út þá var hann einn af bestu leikmönnum Dominos-deildarinnar og Haukar fóru alla leið í úrslit.
Tengdar fréttir

Ekki sjálfgefið að Kári fari aftur í Hauka

Kári Jónsson er hættur hjá Drexel-háskólanum í Bandaríkjunum og kominn heim. Hann ætlar sér að spila í Domino's-deildinni í vetur en óvíst er með hvaða liði það verður. Kári ætlar að sjá til hvað honum stendur til boða hér heima.

Kári kominn heim

Körfuboltamaðurinn frábæri Kári Jónsson er hættur í Drexel-háskólanum í Bandaríkjunum og kominn heim. Hann er í leit að liði.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.