Þetta er í fyrsta sinn sem við hér á Íslandi getum fengið að næla okkur í flíkurnar hér á landi og er það mat okkar að þessi lína passi fullkomlega við íslenskt veðurfar og fataskáp landans. Ullarpeysur, buxnadragtir og rómantískir kjólar. Falleg efni og blómamynstur einkenna línuna.
Hér eru nokkrir hlutir sem okkur fannst standa upp úr við fyrstu sýn - fyrir karla og konur.







