Bjarni ósáttari við rauða spjaldið en ólöglega sigurmarkið | Sjáðu atvikin Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. október 2017 14:30 Hérna vildi Bjarni fá rautt. mynd/skjáskot „Ég fékk ekkert áfall eða neitt þannig þegar að ég sá þetta. Það er rosalega erfitt fyrir dómarana að sjá þetta en auðvitað eiga þeir ekki að hafa augu á boltanum heldur að fylgjast með hinum megin.“ Þetta segir Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, um sigurmark Vals í leik liðanna í Olís-deild karla í gærkvöldi sem var kolólöglegt eins og fjallað var um í morgun ÍR-ingar fóru illa að ráði sínu í seinni hálfleiknum þar sem þeir náðu mest fjögurra marka forskoti en eftir spennandi lokamínútur unnu Valsmenn sterkan endurkomusigur. „Það var svo margt sem gerðist á lokasekúndunum. Ég er búinn að horfa á leikinn aftur og Bergvin er bara óheppinn að skora ekki í síðustu sókninni okkar. Það er ansi mikið atast í honum þegar að hann fer í gegn en ekkert dæmt. Svo fá Valsmenn ansi ódýrt fríkast skömmu síðar,“ segir Bjarni sem kennir nú sínum mönnum aðallega um að bjóða upp á þetta sigurmark Vals. „Þetta mark er bara mjög vel útfært hjá þeim en við á sama tíma frekar lélegir. Það er erfitt að kenna dómurunum um það. Þetta var smá reynsluleysi hjá okkur. Menn voru meira að horfa á nýja Japanann hjá Val heldur að fylgjast með leiknum,“ segir Bjarni léttur.Óvænt að sjá mínútu dómarakennslu í hálfleik. #olisdeildin@Seinnibylgjanpic.twitter.com/BoihB4oCGt — Dagur Sigurdsson (@DagurSigurdsson) October 12, 2017 Sigurmarkið segir Breiðhyltingurinn auðvitað svekkjandi en það var annað í dómgæslunni sem fór meira í taugarnar á honum. Hann fór til dæmis vel yfir málin í hálfleik með Sigurði Þrastarsyni, öðrum dómara leiksins, eins og sást á skemmtilegu myndbandi sem Dagur Sigurðsson birti á Twitter-síðu sinni. „Ég tók ekkert kast eftir leikinn eða í hálfleik, alls ekki. Á þessu myndbandi sem „hlutlausi sérfræðingurinn“ tók var ég bara að krefjast svara um það sem gerðist í fyrri hálfleiknum,“ segir Bjarni. Í fyrri hálfleiknum fékk Sveinn Andri Sveinsson, leikmaður ÍR, rautt spjald fyrir að fara í andlitið á Ými Erni Gíslasyni. Bjarna fannst Valsmenn brjóta alveg eins á ÍR-ingum fyrr í leiknum en sleppa með tvær mínútur. Orri Freyr Gíslason fékk tvær mínútur fyrir að slá í andlit Bergvins snemma leiks og svo fékk Ólafur Ægir Ólafsson einnig tvær fyrir að fara aftan í skothönd Sveins Andra sem síðar fauk af velli. „Orri er bara viljandi að reyna að slasa leikmanninn minn. Þetta er viljandi og á ekki að sjást. Ólafur rífur svo aftan í Svein Andra. Ég get verið sammála að þetta er allt rautt spjald eða tvær mínútur en það verður að vera einhver lína. Við vorum tilbúnir í slagsmál við Valsmennina og bökkuðum aldrei en þá verður að vera dæmt eftir einhverri línu,“ segir Bjarni Fritzson. Atvikin þrjú sem um ræðir má sjá hér að neðan. Olís-deild karla Tengdar fréttir Sirkus sigurmark Valsmanna var kolólöglegt | Myndband Valur er enn með fullt hús í Olís-deildinni en liðið vann ÍR í gær með ólöglegu flautumarki. 13. október 2017 08:00 Umfjöllun og viðtöl: Valur-ÍR 24-23 | Valsmenn unnu á sirkusmarki Valsmenn eru áfram með fullt hús á toppi Olís-deildar karla í handbolta eftir dramatískan 24-23 sigur á ÍR á Hlíðarenda í kvöld. Anton Rúnarsson tryggði Val sigurinn með sirkusmarki í blálokin en hann var heldur betur hetja Valsmanna í kvöld því hann skoraði fimm síðustu mörk liðsins í leiknum. Valsliðið hefur unnið fimm fyrstu deildarleiki sína undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar. 12. október 2017 22:30 Mest lesið Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Körfubolti Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Enski boltinn Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég er svona hálfklökkur, kannski meira en hálfklökkur“ Sport Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Enski boltinn Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Fótbolti Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Enski boltinn Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Handbolti Fleiri fréttir Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Sjá meira
„Ég fékk ekkert áfall eða neitt þannig þegar að ég sá þetta. Það er rosalega erfitt fyrir dómarana að sjá þetta en auðvitað eiga þeir ekki að hafa augu á boltanum heldur að fylgjast með hinum megin.“ Þetta segir Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, um sigurmark Vals í leik liðanna í Olís-deild karla í gærkvöldi sem var kolólöglegt eins og fjallað var um í morgun ÍR-ingar fóru illa að ráði sínu í seinni hálfleiknum þar sem þeir náðu mest fjögurra marka forskoti en eftir spennandi lokamínútur unnu Valsmenn sterkan endurkomusigur. „Það var svo margt sem gerðist á lokasekúndunum. Ég er búinn að horfa á leikinn aftur og Bergvin er bara óheppinn að skora ekki í síðustu sókninni okkar. Það er ansi mikið atast í honum þegar að hann fer í gegn en ekkert dæmt. Svo fá Valsmenn ansi ódýrt fríkast skömmu síðar,“ segir Bjarni sem kennir nú sínum mönnum aðallega um að bjóða upp á þetta sigurmark Vals. „Þetta mark er bara mjög vel útfært hjá þeim en við á sama tíma frekar lélegir. Það er erfitt að kenna dómurunum um það. Þetta var smá reynsluleysi hjá okkur. Menn voru meira að horfa á nýja Japanann hjá Val heldur að fylgjast með leiknum,“ segir Bjarni léttur.Óvænt að sjá mínútu dómarakennslu í hálfleik. #olisdeildin@Seinnibylgjanpic.twitter.com/BoihB4oCGt — Dagur Sigurdsson (@DagurSigurdsson) October 12, 2017 Sigurmarkið segir Breiðhyltingurinn auðvitað svekkjandi en það var annað í dómgæslunni sem fór meira í taugarnar á honum. Hann fór til dæmis vel yfir málin í hálfleik með Sigurði Þrastarsyni, öðrum dómara leiksins, eins og sást á skemmtilegu myndbandi sem Dagur Sigurðsson birti á Twitter-síðu sinni. „Ég tók ekkert kast eftir leikinn eða í hálfleik, alls ekki. Á þessu myndbandi sem „hlutlausi sérfræðingurinn“ tók var ég bara að krefjast svara um það sem gerðist í fyrri hálfleiknum,“ segir Bjarni. Í fyrri hálfleiknum fékk Sveinn Andri Sveinsson, leikmaður ÍR, rautt spjald fyrir að fara í andlitið á Ými Erni Gíslasyni. Bjarna fannst Valsmenn brjóta alveg eins á ÍR-ingum fyrr í leiknum en sleppa með tvær mínútur. Orri Freyr Gíslason fékk tvær mínútur fyrir að slá í andlit Bergvins snemma leiks og svo fékk Ólafur Ægir Ólafsson einnig tvær fyrir að fara aftan í skothönd Sveins Andra sem síðar fauk af velli. „Orri er bara viljandi að reyna að slasa leikmanninn minn. Þetta er viljandi og á ekki að sjást. Ólafur rífur svo aftan í Svein Andra. Ég get verið sammála að þetta er allt rautt spjald eða tvær mínútur en það verður að vera einhver lína. Við vorum tilbúnir í slagsmál við Valsmennina og bökkuðum aldrei en þá verður að vera dæmt eftir einhverri línu,“ segir Bjarni Fritzson. Atvikin þrjú sem um ræðir má sjá hér að neðan.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Sirkus sigurmark Valsmanna var kolólöglegt | Myndband Valur er enn með fullt hús í Olís-deildinni en liðið vann ÍR í gær með ólöglegu flautumarki. 13. október 2017 08:00 Umfjöllun og viðtöl: Valur-ÍR 24-23 | Valsmenn unnu á sirkusmarki Valsmenn eru áfram með fullt hús á toppi Olís-deildar karla í handbolta eftir dramatískan 24-23 sigur á ÍR á Hlíðarenda í kvöld. Anton Rúnarsson tryggði Val sigurinn með sirkusmarki í blálokin en hann var heldur betur hetja Valsmanna í kvöld því hann skoraði fimm síðustu mörk liðsins í leiknum. Valsliðið hefur unnið fimm fyrstu deildarleiki sína undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar. 12. október 2017 22:30 Mest lesið Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Körfubolti Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Enski boltinn Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég er svona hálfklökkur, kannski meira en hálfklökkur“ Sport Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Enski boltinn Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Fótbolti Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Enski boltinn Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Handbolti Fleiri fréttir Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Sjá meira
Sirkus sigurmark Valsmanna var kolólöglegt | Myndband Valur er enn með fullt hús í Olís-deildinni en liðið vann ÍR í gær með ólöglegu flautumarki. 13. október 2017 08:00
Umfjöllun og viðtöl: Valur-ÍR 24-23 | Valsmenn unnu á sirkusmarki Valsmenn eru áfram með fullt hús á toppi Olís-deildar karla í handbolta eftir dramatískan 24-23 sigur á ÍR á Hlíðarenda í kvöld. Anton Rúnarsson tryggði Val sigurinn með sirkusmarki í blálokin en hann var heldur betur hetja Valsmanna í kvöld því hann skoraði fimm síðustu mörk liðsins í leiknum. Valsliðið hefur unnið fimm fyrstu deildarleiki sína undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar. 12. október 2017 22:30