Stóraukið upplýsingaöryggi í nýjum iPhone Hersir Aron Ólafsson skrifar 13. september 2017 20:00 Upplýsingaöryggi mun stóraukast með andlitsskönnum sem nú hafa verið innleiddir í farsíma. Tæknina verður að finna í nýjustu kynslóð iPhone sem hugbúnaðarrisinn Apple kynnti í gær. Forsvarsmenn fyrirtækisins kynntu nokkrar nýjungar á vörukynningu í San Fransisco en langstærsta númer kvöldsins var þó vafalaust farsíminn iPhone X, sérstök viðhafnarútgáfa í tilefni 10 ára afmælis iPhone. Í tækinu má finna ýmsar hefðbundnar uppfærslur á borð við öflugri myndavél og stærri skjá. Stærsta breytingin að mati sérfræðinga er þó andlitsskanninn, sem gerir notendum kleift að komast inn í símann með því einu að horfa á hann. Farsímasérfræðingur Guðmundur Jóhann Arngrímsson segir að tæknin muni gjörbreyta upplýsingaöryggi farsímanotenda. Þannig hefur hún verið þróuð í samvinnu við ýmsa sérfræðinga með það að markmiði að enginn annar en raunverulegur eigandi komist inn. Þá gerir hugbúnaðurinn greinarmun á því hvort um andlit eða grímu sé að ræða. Enn fremur er unnt að nota tæknina þó breytingar verði á útliti notandans, á borð við nýja hárgreiðslu eða skeggvöxt, enda reiknar andlitslesarinn heildarandlitsdrætti út frá 30 þúsund punktum á andlitinu. Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Upplýsingaöryggi mun stóraukast með andlitsskönnum sem nú hafa verið innleiddir í farsíma. Tæknina verður að finna í nýjustu kynslóð iPhone sem hugbúnaðarrisinn Apple kynnti í gær. Forsvarsmenn fyrirtækisins kynntu nokkrar nýjungar á vörukynningu í San Fransisco en langstærsta númer kvöldsins var þó vafalaust farsíminn iPhone X, sérstök viðhafnarútgáfa í tilefni 10 ára afmælis iPhone. Í tækinu má finna ýmsar hefðbundnar uppfærslur á borð við öflugri myndavél og stærri skjá. Stærsta breytingin að mati sérfræðinga er þó andlitsskanninn, sem gerir notendum kleift að komast inn í símann með því einu að horfa á hann. Farsímasérfræðingur Guðmundur Jóhann Arngrímsson segir að tæknin muni gjörbreyta upplýsingaöryggi farsímanotenda. Þannig hefur hún verið þróuð í samvinnu við ýmsa sérfræðinga með það að markmiði að enginn annar en raunverulegur eigandi komist inn. Þá gerir hugbúnaðurinn greinarmun á því hvort um andlit eða grímu sé að ræða. Enn fremur er unnt að nota tæknina þó breytingar verði á útliti notandans, á borð við nýja hárgreiðslu eða skeggvöxt, enda reiknar andlitslesarinn heildarandlitsdrætti út frá 30 þúsund punktum á andlitinu.
Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira