Breytt mataræði Óttar Guðmundsson skrifar 16. september 2017 07:00 Allt er breytingum undirorpið. Einu sinni áttu flestir foreldrar fjögur börn, nú eiga flest börn fjögur foreldri. Á liðinni öld þótti mataræði Íslendinga ákaflega fábreytt. Ýsa eða þorskur í flest mál og lambakjöt á sunnudögum. Börn sem fúlsuðu við þessum matseðli voru kölluð matvönd. Þegar leitað var læknis vegna matvendni fengu foreldrar venjulega sama svarið; „svangt barn borðar“, sem þýddi að barnið ætti að éta það sem væri á borðum. Uppeldi barna hefur gjörbreyst. Foreldrar nálgast barnið eins og jafningja. Í staðinn fyrir reglur og aga eru komnar endalausar samningaviðræður þar sem foreldrar láta venjulega í minni pokann. Þetta er sérlega áberandi á matmálstímum. Börnin taka öll völd og nú er boðið upp á fjórréttaðan matseðil á flestum heimilum til að koma til móts við sérkröfur barna og unglinga. Foreldrar hafa lært að taka tillit til fæðuofnæmis og mataróþols sem enginn vissi að væri til fyrir 20-30 árum. Þrátt fyrir fjölbreytta matseðla gengur ekki þrautalaust að koma matnum ofan í ungviðið. Matmálstímar einkennast af átökum og frekari samningum. Allir áhugamenn um stjórnun, uppeldi og matseld hljóta þó að fagna þessum umskiptum. Börnin læra að stjórna umhverfi sínu með því að borða ekki eða krefjast matrétta sem ógjörningur er að matreiða. Þetta stjórntæki mun nýtast þeim vel síðar á lífsleiðinni í leik og starfi. Matarmenning þjóðarinnar hefur tekið stórstígum framförum enda er matseldin á heimilunum orðin jafn umfangsmikil og á meðalstóru veitingahúsi með flóknum matseðlum. Foreldrar læra að elda bæði gómsæta vegan-rétti og margbrotna máltíð úr kókosmjólk, hnetum og sojabaunum. Er nema von að sauðkindin hafi látið undan síga á matseðlum landsmanna. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Allt er breytingum undirorpið. Einu sinni áttu flestir foreldrar fjögur börn, nú eiga flest börn fjögur foreldri. Á liðinni öld þótti mataræði Íslendinga ákaflega fábreytt. Ýsa eða þorskur í flest mál og lambakjöt á sunnudögum. Börn sem fúlsuðu við þessum matseðli voru kölluð matvönd. Þegar leitað var læknis vegna matvendni fengu foreldrar venjulega sama svarið; „svangt barn borðar“, sem þýddi að barnið ætti að éta það sem væri á borðum. Uppeldi barna hefur gjörbreyst. Foreldrar nálgast barnið eins og jafningja. Í staðinn fyrir reglur og aga eru komnar endalausar samningaviðræður þar sem foreldrar láta venjulega í minni pokann. Þetta er sérlega áberandi á matmálstímum. Börnin taka öll völd og nú er boðið upp á fjórréttaðan matseðil á flestum heimilum til að koma til móts við sérkröfur barna og unglinga. Foreldrar hafa lært að taka tillit til fæðuofnæmis og mataróþols sem enginn vissi að væri til fyrir 20-30 árum. Þrátt fyrir fjölbreytta matseðla gengur ekki þrautalaust að koma matnum ofan í ungviðið. Matmálstímar einkennast af átökum og frekari samningum. Allir áhugamenn um stjórnun, uppeldi og matseld hljóta þó að fagna þessum umskiptum. Börnin læra að stjórna umhverfi sínu með því að borða ekki eða krefjast matrétta sem ógjörningur er að matreiða. Þetta stjórntæki mun nýtast þeim vel síðar á lífsleiðinni í leik og starfi. Matarmenning þjóðarinnar hefur tekið stórstígum framförum enda er matseldin á heimilunum orðin jafn umfangsmikil og á meðalstóru veitingahúsi með flóknum matseðlum. Foreldrar læra að elda bæði gómsæta vegan-rétti og margbrotna máltíð úr kókosmjólk, hnetum og sojabaunum. Er nema von að sauðkindin hafi látið undan síga á matseðlum landsmanna. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun