85 sm urriði á land í Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 2. ágúst 2017 09:00 85 sm urriðinn sem veiddist í gær í Ytri Rangá Mynd: Bjarki Már Jóhannsson Veiðin í Ytri Rangá er búin að vera afskaplega góð síðustu daga og það hafa verið að koma um 100 laxar á land á hverjum degi. En það veiðist fleira í Ytri Rangá en bara lax. Það er sterkur urriðastofn í ánni sem er bæði stór og kröftugur en fáir hafa þó komið á land síðustu ár sem jafnast á við urriðann sem veiddist í gær. Það var erlendur veiðimaður sem veiddi hann undir leiðsögn Bjarka Más Jóhannssonar og tók þessi flotti fiskur létta klædda Silver Sheep túpu. Í Ytri Rangá má finna bæði staðbundinn urriða og sjóbirting sem veiðist oft best síðsumars og þá helst á neðstu svæðunum í henni en hann er yfirleitt um 5-10 pund að stærð og er líkelga einn skemmtilegasti fiskurinn sem hægt er að fá á færi að margra mati en sjóbirtingurinn getur oft verið mjög tökuglaður. Staðbundni urriðinn er hins vegur mjög vandfýsinn á agn og erfitt að fá hann til að taka svo það er einstakt að jafn stórir fiskar eins og þessi sem sést á myndinni sjáist hvað þá veiðist. Mest lesið Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Góð fyrsta vika í veiðivötnum Veiði Erindi um stíflur og áhrif þeirra Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum Veiði
Veiðin í Ytri Rangá er búin að vera afskaplega góð síðustu daga og það hafa verið að koma um 100 laxar á land á hverjum degi. En það veiðist fleira í Ytri Rangá en bara lax. Það er sterkur urriðastofn í ánni sem er bæði stór og kröftugur en fáir hafa þó komið á land síðustu ár sem jafnast á við urriðann sem veiddist í gær. Það var erlendur veiðimaður sem veiddi hann undir leiðsögn Bjarka Más Jóhannssonar og tók þessi flotti fiskur létta klædda Silver Sheep túpu. Í Ytri Rangá má finna bæði staðbundinn urriða og sjóbirting sem veiðist oft best síðsumars og þá helst á neðstu svæðunum í henni en hann er yfirleitt um 5-10 pund að stærð og er líkelga einn skemmtilegasti fiskurinn sem hægt er að fá á færi að margra mati en sjóbirtingurinn getur oft verið mjög tökuglaður. Staðbundni urriðinn er hins vegur mjög vandfýsinn á agn og erfitt að fá hann til að taka svo það er einstakt að jafn stórir fiskar eins og þessi sem sést á myndinni sjáist hvað þá veiðist.
Mest lesið Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Góð fyrsta vika í veiðivötnum Veiði Erindi um stíflur og áhrif þeirra Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum Veiði