Reyna að húkka laxa í Elliðavatni Karl Lúðvíksson skrifar 24. júlí 2017 08:21 Húkk er ekki veiðiaðferð sem er sæmandi sönnum veiðimönnum. Elliðaárlaxinn lætar í einhverjum mæli alveg upp í Elliðavatn og þaðan í árnar sem í það renna enda er mikil hrygning í þeim. Laxinn stoppar á þremur þekktum stöðum í vatninu á leið sinni upp í til dæmis Hólmsá og einn af þeim stöðum er við brúnna milli Helluvatns og Elliðavatns. Þar er algengasta veiðiaðferðin að húkka laxinn með til þess gerðum stórum krókum og sökkum. Laxinn sem sleppur undan þessu syndir um vatnið með stærðar öngla og sökkur í eftirdragi og nú fyrir fáum dögum sást einn slíkur liggja á grunnu vatni inní Helluvatni. Guðmundur Einarsson sem fann laxinn sagði í samtali við Veiðivísi að þetta væri orðið allt of algengt og að margir af reyndustu veiðimönnum vatnsins væru bara hættir að fara þangað því þetta væri bara að verða eins og villta vestrið. "Það virðir engin hvorki veiðireglur eða umgengnisreglur við vatnið svo mér sýnist að eftir 40 ár við vatnið mun ég ekki mæta í það framar. Bæði er veiðin orðin ansi döpur og umgengnin á veiðistöðum er svo afleit að það er engin unun í því að setjast niður á bakkann innan um drasl, tauma, sígarettustubba og fleira". "Einna verst er þó að sjá aðfarirnar og fjöldann sem slæst um plássið á brúnni til að húkka laxa. Alveg ömurlegt að horfa uppá þetta. Það er mín skoðun og margra að það verði að fara taka af skarið og banna annað agn en flugu í vatninu og ég segi þetta ekki af því að ég sé á móti beituveiði en málið er að þetta vatn er meira en veiðivatn, þetta er útivistarperla og því miður er umgengni þeirra sem veiða á beitu bara oft hrikaleg." segir Einar. Það eru fleiri veiðimenn sammála um að það verði að fara grípa til einhverra ráðstafanna við Elliðavatn samfara því er löngu komin tími á að það sé virk veiðivarsla við vatnið. Mest lesið Fyrsti laxinn kom í Norðurá Veiði Fengu 28 urriða á rúmlega tveimur tímum í Veiðivötnum Veiði Hljótum að geta sett í einn eða tvo Veiði 55 fiskar á land á einum degi Veiði Hnýttu tungsten Nobbler fyrir sumarið! Veiði Síðsumarsflugan sem má ekki gleymast Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Tóti Tönn og félagar ekki í Blönduopnun Veiði Einföld og öflug straumfluga Veiði Fjórtán punda urriði í Galtalæk Veiði
Elliðaárlaxinn lætar í einhverjum mæli alveg upp í Elliðavatn og þaðan í árnar sem í það renna enda er mikil hrygning í þeim. Laxinn stoppar á þremur þekktum stöðum í vatninu á leið sinni upp í til dæmis Hólmsá og einn af þeim stöðum er við brúnna milli Helluvatns og Elliðavatns. Þar er algengasta veiðiaðferðin að húkka laxinn með til þess gerðum stórum krókum og sökkum. Laxinn sem sleppur undan þessu syndir um vatnið með stærðar öngla og sökkur í eftirdragi og nú fyrir fáum dögum sást einn slíkur liggja á grunnu vatni inní Helluvatni. Guðmundur Einarsson sem fann laxinn sagði í samtali við Veiðivísi að þetta væri orðið allt of algengt og að margir af reyndustu veiðimönnum vatnsins væru bara hættir að fara þangað því þetta væri bara að verða eins og villta vestrið. "Það virðir engin hvorki veiðireglur eða umgengnisreglur við vatnið svo mér sýnist að eftir 40 ár við vatnið mun ég ekki mæta í það framar. Bæði er veiðin orðin ansi döpur og umgengnin á veiðistöðum er svo afleit að það er engin unun í því að setjast niður á bakkann innan um drasl, tauma, sígarettustubba og fleira". "Einna verst er þó að sjá aðfarirnar og fjöldann sem slæst um plássið á brúnni til að húkka laxa. Alveg ömurlegt að horfa uppá þetta. Það er mín skoðun og margra að það verði að fara taka af skarið og banna annað agn en flugu í vatninu og ég segi þetta ekki af því að ég sé á móti beituveiði en málið er að þetta vatn er meira en veiðivatn, þetta er útivistarperla og því miður er umgengni þeirra sem veiða á beitu bara oft hrikaleg." segir Einar. Það eru fleiri veiðimenn sammála um að það verði að fara grípa til einhverra ráðstafanna við Elliðavatn samfara því er löngu komin tími á að það sé virk veiðivarsla við vatnið.
Mest lesið Fyrsti laxinn kom í Norðurá Veiði Fengu 28 urriða á rúmlega tveimur tímum í Veiðivötnum Veiði Hljótum að geta sett í einn eða tvo Veiði 55 fiskar á land á einum degi Veiði Hnýttu tungsten Nobbler fyrir sumarið! Veiði Síðsumarsflugan sem má ekki gleymast Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Tóti Tönn og félagar ekki í Blönduopnun Veiði Einföld og öflug straumfluga Veiði Fjórtán punda urriði í Galtalæk Veiði