Körfubolti

Varnarmaður ársins á leiðinni til Íslandsmeistara Keflavíkur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það var gaman hjá Keflavíkurstelpum á síðasta tímabili.
Það var gaman hjá Keflavíkurstelpum á síðasta tímabili. Vísir/Andri Marinó

Íslands- og bikarmeistarar Keflavíkur hafa fundið sér nýjan bandarískan leikmann fyrir komandi tímabil í Domino´s deild kvenna í körfubolta.

Brittanny Dinkins, 170 sentímetra bakvörður, mun taka að sér leiðtogahlutverk hjá keflavíkurliðinu í vetur og taka við hlutverki Ariana Moorer, sem var valin besti leikmaður úrslitakeppninnar.

Það er ljóst að það verður ekki minni áhersla sett á varnarleikinn hjá þjálfaranum Sverri Þór Sverrissyni á næsta tímabili því nýi leikmaður Keflavíkurliðsins var valin varnarmaður ársins í sinni deild í bandaríska háskólaboltanum á síðustu leiktíð.

Southern Miss skólinn er stoltur af sinni stelpur og tilkynnti um samninginn á Twitter-síðu skólans eins og sjá má hér fyrir neðan.

Brittanny Dinkins var með 18,4 stig, 4,1 frákast, 3,7 stoðsendingar og 3,1 stolinn bolta að meðaltali í leik á lokaári sínu með Southern Miss skólanum en hún hitti þar úr 36 prósent þriggja stiga skotanna og 80 prósent vítanna. Hún var bæði í úrvalsliði ársins í Conference USA deildinni sem og í varnarliði ársins.

Brittanny Dinkins er leikjahæst í sögu Southern Miss skólans (134 leikir) og í tíunda sæti yfir flest stig fyrir skólann (1479). Hún getur spilað bæði sem leikstjórnandi og skotbakvörður.

Dinkins er fædd 8. mars 1994 í Miami í Flórída en hún kom til Southern Miss frá Miami Norland Senior High School.

Hér fyrir neðan má sjá tilþrifamyndband með henni.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.