Viðskipti erlent

Ódýrari útgáfa af Teslu væntanleg á föstudag

Kjartan Kjartansson skrifar
Áætlað verð á Model 3 er 35.000 dollarar, um 3,5 milljónir íslenskra króna á gengi dagsins 3. júlí 2017.
Áætlað verð á Model 3 er 35.000 dollarar, um 3,5 milljónir íslenskra króna á gengi dagsins 3. júlí 2017. Vísir/EPA

Fyrstu eintökunum af Model 3-bifreið rafbílaframleiðandans Tesla verður rúllað út úr verksmiðjunni á föstudag, að sögn Elons Musk, forstjóra fyrirtækisins. Model 3 á að vera ódýrari kostur sem á að keppa við vinsæla rafknúna fólksbíla.

Musk skrifaði á Twitter að eigendur fyrstu þrjátíu bílanna fengju þá í hendur fyrir mánaðamótin eftir að bíllinn stóðst úttekt eftirlitsaðila á undan áætlun.

Til stendur að framleiða 20.000 Model 3-bifreiða á mánuði í framtíðinni. Musk segir að þeir sem panti núna fái bíl ekki í hendur fyrr en seint á næsta ári.

Model 3 á að gerbylta framleiðslu Tesla. Fram að þessu hefur það aðeins framleitt 85.000 bíla á ári en með nýju tegundinni er ætlunin að framleiða hálfa milljón á ári samkvæmt frétt Washington Post.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
2,46
15
375.832
MAREL
1,11
14
298.559
REGINN
0,9
8
133.385
FESTI
0,84
7
200.425
SKEL
0,55
9
89.970

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-2,3
9
120.376
ICEAIR
-2,17
51
165.212
KVIKA
-1,89
9
75.362
SYN
-1,43
5
20.669
SJOVA
-0,97
6
58.720
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.