Metopnun í Hölkná Karl Lúðvíksson skrifar 5. júlí 2017 10:00 Þessi flotti lax veiddist í opnun Hölknár. Það hafa verið margar góðar opnanir á laxveiðiám á þessu tímabili en nú eru síðustu árnar að opna og sem fyrr lofar byrjunin góðu. Veiði er hafinn í Hölkná í Þistilfirði og þar var metopnun eins og svo víða en stangirnar tvær sem veiða ánna lönduðu 13 löxum. Elvar Örn Friðriksson var þar við veiðar og segir að laxinn hafi verið vel dreifður en þó var efri parturinn gjöfullu en sá neðri. "Flestir laxarnir komu á hitch, Sunray og smáflugur sem gerir þetta að einstaklega skemmtilegri veiði. Minnsti laxinn sem við fengum var 69 sm og sá stærsti var 89 sm en þetta var allt vel haldinn og flottur fiskur" sagði Elvar í samtali við Veiðivísi. Það er ný fiskur að hellast inn og þessi byrjun eins og víða annars staðar virðist benda til að laxinn hafi átt gott ár í hafi. Hölkná hefur mest skilað 185 löxum á land en það var árið 2010. 2011 var líka gott ár í ánni en þá veiddust 181 lax og sama má segja um 2009 þegar 171 laxi var landað. Miðað við þessa opnun og að besti tíminn sé framundan bíðum við spennt að sjá hvernig framhaldið verður í þessari skemmtilegu á. Mest lesið Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði 23 laxar á land á Nessvæðinu í gær Veiði Góð veiði í Veiðivötnum en þó lakari en í fyrra Veiði Nýtt tölublað Veiðimannsins komið út Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum, veiðin greinilega á uppleið Veiði Mikið líf í Elliðavatni um helgina Veiði 100 laxar komnir á land á svæði II og III í Blöndu Veiði Vond veiði í Veiðivötnum Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði
Það hafa verið margar góðar opnanir á laxveiðiám á þessu tímabili en nú eru síðustu árnar að opna og sem fyrr lofar byrjunin góðu. Veiði er hafinn í Hölkná í Þistilfirði og þar var metopnun eins og svo víða en stangirnar tvær sem veiða ánna lönduðu 13 löxum. Elvar Örn Friðriksson var þar við veiðar og segir að laxinn hafi verið vel dreifður en þó var efri parturinn gjöfullu en sá neðri. "Flestir laxarnir komu á hitch, Sunray og smáflugur sem gerir þetta að einstaklega skemmtilegri veiði. Minnsti laxinn sem við fengum var 69 sm og sá stærsti var 89 sm en þetta var allt vel haldinn og flottur fiskur" sagði Elvar í samtali við Veiðivísi. Það er ný fiskur að hellast inn og þessi byrjun eins og víða annars staðar virðist benda til að laxinn hafi átt gott ár í hafi. Hölkná hefur mest skilað 185 löxum á land en það var árið 2010. 2011 var líka gott ár í ánni en þá veiddust 181 lax og sama má segja um 2009 þegar 171 laxi var landað. Miðað við þessa opnun og að besti tíminn sé framundan bíðum við spennt að sjá hvernig framhaldið verður í þessari skemmtilegu á.
Mest lesið Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði 23 laxar á land á Nessvæðinu í gær Veiði Góð veiði í Veiðivötnum en þó lakari en í fyrra Veiði Nýtt tölublað Veiðimannsins komið út Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum, veiðin greinilega á uppleið Veiði Mikið líf í Elliðavatni um helgina Veiði 100 laxar komnir á land á svæði II og III í Blöndu Veiði Vond veiði í Veiðivötnum Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði