Uber bætir þjórfé við þjónustu sína Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júní 2017 20:54 Frá höfuðstöðvum Uber í Hong Kong. Vísir/AFP Farþegum leigubílaþjónustunnar Uber býðst nú að greiða bílstjórum þjónustunnar þjórfé í gegnum smáforrit fyrirtækisins. Uber kemur þar til móts við bílstjóra sína en þeir hafa lengi barist fyrir því að geta innheimt þjórfé við aksturinn. Bílstjórar Uber hafa beðið lengi eftir því að greiðsla á þjórfé verði innleidd inn í þjónustu fyrirtækisins. Helsti keppinautur Uber, leigubílaþjónustan Lyft, býður upp á þjórfé í smáforriti sínu en bílstjórar Uber hafa löngum sakað vinnuveitanda sinn um að svipta þá greiðslum sem þeir hefðu rétt á að innheimta. Í frétt Guardian segir að leigubílstjórar Uber muni fyrst um sinn aðeins geta tekið við þjórfé í þremur bandarískum borgum, Seattle, Minneapolis og Houston. Breytingin tekur gildi í borgunum frá og með deginum í dag en áætlað er að allir bílstjórar Uber í Bandaríkjunum geti nýtt sér valkostinn í lok næsta mánaðar. Vika er síðan framkvæmdastjóri og einn stofnenda Uber, Travis Kalanick, tilkynnti um að hann ætlaði að taka sér ótímabundið leyfi frá störfum í kjölfar rannsóknar á kynferðislegri áreitni innan fyrirtækisins. Þá var á þriðja tug starfsmanna Uber vikið frá störfum vegna málsins. Innleiðing þjórfjártökunnar er liður í nýrri áætlun Uber sem ber heitið “180 dagar af breytingum fyrir bílstjóra.” Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að henni sé ætlað að “laga og bæta akstursupplifunina.” Tengdar fréttir Forstjóri Uber stígur til hliðar Jones lætur af störfum eftir einungis sex mánuði hjá fyrirtækinu. 20. mars 2017 10:56 Framkvæmdastjóri Uber gæti þurft að stíga til hliðar Svo gæti farið að Travis Kalanick, framkvæmdastjóri og einn stofnenda leigubílaþjónustunnar Uber verði beðinn að fara í leyfi frá störfum sínum hjá fyrirtækinu. 11. júní 2017 21:54 Uber áfram til vandræða Málefni leigubílaþjónustunnar hafa verið mikið til umræðu síðustu misseri eftir að Susan Fowler, fyrrverandi starfsmaður Uber, sakaði yfirmenn sína um kynferðislega áreitni. 15. júní 2017 07:00 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Farþegum leigubílaþjónustunnar Uber býðst nú að greiða bílstjórum þjónustunnar þjórfé í gegnum smáforrit fyrirtækisins. Uber kemur þar til móts við bílstjóra sína en þeir hafa lengi barist fyrir því að geta innheimt þjórfé við aksturinn. Bílstjórar Uber hafa beðið lengi eftir því að greiðsla á þjórfé verði innleidd inn í þjónustu fyrirtækisins. Helsti keppinautur Uber, leigubílaþjónustan Lyft, býður upp á þjórfé í smáforriti sínu en bílstjórar Uber hafa löngum sakað vinnuveitanda sinn um að svipta þá greiðslum sem þeir hefðu rétt á að innheimta. Í frétt Guardian segir að leigubílstjórar Uber muni fyrst um sinn aðeins geta tekið við þjórfé í þremur bandarískum borgum, Seattle, Minneapolis og Houston. Breytingin tekur gildi í borgunum frá og með deginum í dag en áætlað er að allir bílstjórar Uber í Bandaríkjunum geti nýtt sér valkostinn í lok næsta mánaðar. Vika er síðan framkvæmdastjóri og einn stofnenda Uber, Travis Kalanick, tilkynnti um að hann ætlaði að taka sér ótímabundið leyfi frá störfum í kjölfar rannsóknar á kynferðislegri áreitni innan fyrirtækisins. Þá var á þriðja tug starfsmanna Uber vikið frá störfum vegna málsins. Innleiðing þjórfjártökunnar er liður í nýrri áætlun Uber sem ber heitið “180 dagar af breytingum fyrir bílstjóra.” Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að henni sé ætlað að “laga og bæta akstursupplifunina.”
Tengdar fréttir Forstjóri Uber stígur til hliðar Jones lætur af störfum eftir einungis sex mánuði hjá fyrirtækinu. 20. mars 2017 10:56 Framkvæmdastjóri Uber gæti þurft að stíga til hliðar Svo gæti farið að Travis Kalanick, framkvæmdastjóri og einn stofnenda leigubílaþjónustunnar Uber verði beðinn að fara í leyfi frá störfum sínum hjá fyrirtækinu. 11. júní 2017 21:54 Uber áfram til vandræða Málefni leigubílaþjónustunnar hafa verið mikið til umræðu síðustu misseri eftir að Susan Fowler, fyrrverandi starfsmaður Uber, sakaði yfirmenn sína um kynferðislega áreitni. 15. júní 2017 07:00 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Forstjóri Uber stígur til hliðar Jones lætur af störfum eftir einungis sex mánuði hjá fyrirtækinu. 20. mars 2017 10:56
Framkvæmdastjóri Uber gæti þurft að stíga til hliðar Svo gæti farið að Travis Kalanick, framkvæmdastjóri og einn stofnenda leigubílaþjónustunnar Uber verði beðinn að fara í leyfi frá störfum sínum hjá fyrirtækinu. 11. júní 2017 21:54
Uber áfram til vandræða Málefni leigubílaþjónustunnar hafa verið mikið til umræðu síðustu misseri eftir að Susan Fowler, fyrrverandi starfsmaður Uber, sakaði yfirmenn sína um kynferðislega áreitni. 15. júní 2017 07:00