Uber bætir þjórfé við þjónustu sína Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júní 2017 20:54 Frá höfuðstöðvum Uber í Hong Kong. Vísir/AFP Farþegum leigubílaþjónustunnar Uber býðst nú að greiða bílstjórum þjónustunnar þjórfé í gegnum smáforrit fyrirtækisins. Uber kemur þar til móts við bílstjóra sína en þeir hafa lengi barist fyrir því að geta innheimt þjórfé við aksturinn. Bílstjórar Uber hafa beðið lengi eftir því að greiðsla á þjórfé verði innleidd inn í þjónustu fyrirtækisins. Helsti keppinautur Uber, leigubílaþjónustan Lyft, býður upp á þjórfé í smáforriti sínu en bílstjórar Uber hafa löngum sakað vinnuveitanda sinn um að svipta þá greiðslum sem þeir hefðu rétt á að innheimta. Í frétt Guardian segir að leigubílstjórar Uber muni fyrst um sinn aðeins geta tekið við þjórfé í þremur bandarískum borgum, Seattle, Minneapolis og Houston. Breytingin tekur gildi í borgunum frá og með deginum í dag en áætlað er að allir bílstjórar Uber í Bandaríkjunum geti nýtt sér valkostinn í lok næsta mánaðar. Vika er síðan framkvæmdastjóri og einn stofnenda Uber, Travis Kalanick, tilkynnti um að hann ætlaði að taka sér ótímabundið leyfi frá störfum í kjölfar rannsóknar á kynferðislegri áreitni innan fyrirtækisins. Þá var á þriðja tug starfsmanna Uber vikið frá störfum vegna málsins. Innleiðing þjórfjártökunnar er liður í nýrri áætlun Uber sem ber heitið “180 dagar af breytingum fyrir bílstjóra.” Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að henni sé ætlað að “laga og bæta akstursupplifunina.” Tengdar fréttir Forstjóri Uber stígur til hliðar Jones lætur af störfum eftir einungis sex mánuði hjá fyrirtækinu. 20. mars 2017 10:56 Framkvæmdastjóri Uber gæti þurft að stíga til hliðar Svo gæti farið að Travis Kalanick, framkvæmdastjóri og einn stofnenda leigubílaþjónustunnar Uber verði beðinn að fara í leyfi frá störfum sínum hjá fyrirtækinu. 11. júní 2017 21:54 Uber áfram til vandræða Málefni leigubílaþjónustunnar hafa verið mikið til umræðu síðustu misseri eftir að Susan Fowler, fyrrverandi starfsmaður Uber, sakaði yfirmenn sína um kynferðislega áreitni. 15. júní 2017 07:00 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Farþegum leigubílaþjónustunnar Uber býðst nú að greiða bílstjórum þjónustunnar þjórfé í gegnum smáforrit fyrirtækisins. Uber kemur þar til móts við bílstjóra sína en þeir hafa lengi barist fyrir því að geta innheimt þjórfé við aksturinn. Bílstjórar Uber hafa beðið lengi eftir því að greiðsla á þjórfé verði innleidd inn í þjónustu fyrirtækisins. Helsti keppinautur Uber, leigubílaþjónustan Lyft, býður upp á þjórfé í smáforriti sínu en bílstjórar Uber hafa löngum sakað vinnuveitanda sinn um að svipta þá greiðslum sem þeir hefðu rétt á að innheimta. Í frétt Guardian segir að leigubílstjórar Uber muni fyrst um sinn aðeins geta tekið við þjórfé í þremur bandarískum borgum, Seattle, Minneapolis og Houston. Breytingin tekur gildi í borgunum frá og með deginum í dag en áætlað er að allir bílstjórar Uber í Bandaríkjunum geti nýtt sér valkostinn í lok næsta mánaðar. Vika er síðan framkvæmdastjóri og einn stofnenda Uber, Travis Kalanick, tilkynnti um að hann ætlaði að taka sér ótímabundið leyfi frá störfum í kjölfar rannsóknar á kynferðislegri áreitni innan fyrirtækisins. Þá var á þriðja tug starfsmanna Uber vikið frá störfum vegna málsins. Innleiðing þjórfjártökunnar er liður í nýrri áætlun Uber sem ber heitið “180 dagar af breytingum fyrir bílstjóra.” Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að henni sé ætlað að “laga og bæta akstursupplifunina.”
Tengdar fréttir Forstjóri Uber stígur til hliðar Jones lætur af störfum eftir einungis sex mánuði hjá fyrirtækinu. 20. mars 2017 10:56 Framkvæmdastjóri Uber gæti þurft að stíga til hliðar Svo gæti farið að Travis Kalanick, framkvæmdastjóri og einn stofnenda leigubílaþjónustunnar Uber verði beðinn að fara í leyfi frá störfum sínum hjá fyrirtækinu. 11. júní 2017 21:54 Uber áfram til vandræða Málefni leigubílaþjónustunnar hafa verið mikið til umræðu síðustu misseri eftir að Susan Fowler, fyrrverandi starfsmaður Uber, sakaði yfirmenn sína um kynferðislega áreitni. 15. júní 2017 07:00 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Forstjóri Uber stígur til hliðar Jones lætur af störfum eftir einungis sex mánuði hjá fyrirtækinu. 20. mars 2017 10:56
Framkvæmdastjóri Uber gæti þurft að stíga til hliðar Svo gæti farið að Travis Kalanick, framkvæmdastjóri og einn stofnenda leigubílaþjónustunnar Uber verði beðinn að fara í leyfi frá störfum sínum hjá fyrirtækinu. 11. júní 2017 21:54
Uber áfram til vandræða Málefni leigubílaþjónustunnar hafa verið mikið til umræðu síðustu misseri eftir að Susan Fowler, fyrrverandi starfsmaður Uber, sakaði yfirmenn sína um kynferðislega áreitni. 15. júní 2017 07:00