Körfubolti

Joey Crawford vildi fá Ísak í NBA

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Viva Las Vegas segir Ísak Ernir sem verður í syndaborginni í sumar.
Viva Las Vegas segir Ísak Ernir sem verður í syndaborginni í sumar.

Draumur margra ungra leikmanna er að komast út í atvinnumennsku í sinni íþrótt. Dómarar bera margir einnig þennan draum í brjósti og nú er hinn efnilegi Ísak Ernir Kristinsson körfuboltadómari nær því að láta sinn draum rætast – hann er á leið til Bandaríkjanna að dæma í sumardeild NBA.

Ísak Ernir verður 24 ára í júlí en hefur í nokkur ár verið í fremstu röð íslenskra körfuboltadómara. Í vetur dæmdi hann marga stórleiki, meðal annars bikarúrslitaleik karla og tvo leiki í úrslitaseríu KR og Grindavíkur.

Ísak er nú á leið til Las Vegas í Bandaríkjunum, þar sem hluti af Sumardeild NBA fer fram. Hann mun dæma fimm leiki í deildinni hjá mörgum af helstu framtíðarstjörnum deildarinnar. Verða menn ekkert stressaðir fyrir svona verkefni?

„Nei, ég hugsa að það verði bara fyrstu mínúturnar í fyrsta leiknum. Ég mun koma til með að dæma fimm leiki og það er auðvitað þannig að þegar maður dæmir í nýju húsi þá eru fiðrildi í magagnum. Mestu viðbrögðin verða þó að það er aðeins öðruvísi „mekanismi“ – hvernig dómararnir vinna. Og 4x12; lengri leikur. En á endanum er þetta fimm á fimm, takmarkið að skora fleiri körfu en andstæðingurinn," segir Ísak spenntur.

Íslandsvinurinn Joey Crawford, sem hefur komið hingað til lands að kenna á dómaranámskeiðum, átti hugmyndina að fá Ísak til Las Vegas.

„Joey Crawford sendi mér línu fyrir svona sex vikum síðan, hvort að ég gæti sent honum upplýsingar um mig og hvernig hann gæti náð í mig. Ég vissi ekkert meira með það. Svo hálfum mánuði eftir það hefur yfirmaður dómaramála hjá NBA samband við mig og býður mér þetta tækifæri.“

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.