Sjálfstæða rannsóknastofnunin Sintef segir í skýrslu sinni að Norðmenn þurfi að grípa til 50 aðgerða til að margfalda útflutningsverðmæti norskra sjávarafurða. Þeir þurfi að veiða og flytja út nýjar tegundir.
Sjávarútvegsráðherra Noregs, Per Sandberg, segir að aukinn útflutningur á sjávarafurðum geti bætt Norðmönnum upp minni útflutning á olíu. Ráðherrann vill að Norðmenn veiði meira á djúpsjávarmiðum og flytji einnig út þang og þara.
Hann greinir frá því að þegar hann hafi verið í Kína á dögunum hafi Kínverjar verið hissa á að Norðmenn veiddu ekki sæbjúgu. Þeir borgi 15 þúsund norskar krónur fyrir kílóið eða um 180 þúsund íslenskar krónur.
Margfaldi útflutning sjávarafurða
Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar

Mest lesið

Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans
Viðskipti innlent


Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic
Viðskipti erlent

Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili
Viðskipti innlent

Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta
Viðskipti innlent


Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní
Viðskipti innlent

Þjónustudagur Toyota
Samstarf

Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“
Viðskipti innlent

„Þetta er framar okkar björtustu vonum“
Viðskipti innlent