Leiðir skilja hjá Toyota og Tesla Anton Egilsson skrifar 3. júní 2017 13:19 Elon Musk er stofnandi Tesla. Vísir/AFP Bílaframleiðandinn Toyota hefur slitið samstarfi sínu við rafmagnsbílafyrirtækið Tesla en fyrirtækin höfðu verið í samstarfi um þróun rafbíla. Stefnir Toyota á að hefja sína eigin þróun á rafbílum. Toyota seldi öll hlutabréf sín í Tesla í desember á síðasta ári en þeir áttu um þriggja prósenta hlut í fyrirtækinu. Hlutinn keypti þeir árið 2010 á í kringum 50 milljónir Bandaríkjadollara. Fyrirtækin höfðu svo frá árinu 2012 unnið að því að þróa rafbíla en nú skiljast leiðir. „Samstarfi okkar lauk fyrir nokkru síðan og þar sem það hafa ekki verið neinar frekari þróanir frá þeim tíma ákváðum við að selja alla hluta okkar í fyrirtækinu“ sagði Ryo Sakai, talsmaður Toyota, um málið í samtali við Reuters.Hyggst japanski bílaframleiðandinn nú hefja þróun á sínum eigin rafbílum en það ku vera hluti af viðleitni fyrirtækisins til að takast á við sífellt strangari alþjóðlegar reglur um útblástur bíla. Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Bílaframleiðandinn Toyota hefur slitið samstarfi sínu við rafmagnsbílafyrirtækið Tesla en fyrirtækin höfðu verið í samstarfi um þróun rafbíla. Stefnir Toyota á að hefja sína eigin þróun á rafbílum. Toyota seldi öll hlutabréf sín í Tesla í desember á síðasta ári en þeir áttu um þriggja prósenta hlut í fyrirtækinu. Hlutinn keypti þeir árið 2010 á í kringum 50 milljónir Bandaríkjadollara. Fyrirtækin höfðu svo frá árinu 2012 unnið að því að þróa rafbíla en nú skiljast leiðir. „Samstarfi okkar lauk fyrir nokkru síðan og þar sem það hafa ekki verið neinar frekari þróanir frá þeim tíma ákváðum við að selja alla hluta okkar í fyrirtækinu“ sagði Ryo Sakai, talsmaður Toyota, um málið í samtali við Reuters.Hyggst japanski bílaframleiðandinn nú hefja þróun á sínum eigin rafbílum en það ku vera hluti af viðleitni fyrirtækisins til að takast á við sífellt strangari alþjóðlegar reglur um útblástur bíla.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira