Loksins að lifna yfir Hraunsfirði Karl Lúðvíksson skrifar 2. maí 2017 08:50 Flott bleikja hjá Bjarna í Hraunsfirði. Mynd: Bjarni Júlíusson Hraunsfjörður er eitt af þessum veiðisvæðum sem erfitt er að komast í takt við því bleikjan er svo sannarlega sýnd veiði en ekki gefinn í þessu vatni en náir þú tökum á veiðinni nær vatnið tökum á þér. Þetta er magnað vatn að veiða og það þarf nokkra ástundun, eða leiðbeiningar frá vönum manni, til að finna árangur strax. Þú getur þó líka verið heppinn eða hokinn af reynslu og þá skiptir máli að lesa vel í boxið, skoða inní bleikjurnar sem þú færð og finna út úr því hvð þær eru að taka því bleikjan í Hraunsfirði er afskaplega dyntótt á æti. Einn af þeim sem þekkir þetta vatn vel er fyrrum Formaður SVFR, Bjarni Júlíusson, og hann var við vatnið í fyrradag og segir að vatnið sé loksins ða komast til lífs á þessu vori. "Ég fór í morgun í 5°C hita og suðaustan slagviðri. Það var mikil alda, kalt og hráslagalegt. Mjög mikið í lóninu. Smá litur á vatninu en samt ágætt skyggni. Mikið líf. Hún var að koma í marflóna hjá mér aftur og aftur en tók svakalega naumt" sagði Bjarni í samtali í Veiðivísi. "Ég var að taka fiska á bilinu 40-50 cm. Þessi sem ég hirti í forréttinn var 44cm og tók marfló sem ég kalla Glitfló. Ég kíkti innan í bleikjuna og hún var stútfull af grænni marfló. Ég skoðaði marflóna vel, það var eins og það væri appelsínugulur þráður aftur úr þeim. Smá orange dæmi ... ef einhver vill hnýta fyrir Hraunsfjörðinn þá er það Marfló með orange skotti" bætir Bjarni við. Mest lesið 4 laxar á land opnunardaginn í Ytri Rangá Veiði Norðurá opnar á morgun Veiði Nóg af laxi en vantar bara vatn Veiði Búið að opna fyrir úthlutun til félagsmanna SVFR Veiði Frábært veiðiveður framundan um helgina Veiði Róleg veiði en stórir laxar í Vatnsdalnum Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Það er ennþá líf í Kleifarvatni Veiði Flott veiði og stórir fiskar í Varmá Veiði Eystri Rangá komin í 1136 laxa Veiði
Hraunsfjörður er eitt af þessum veiðisvæðum sem erfitt er að komast í takt við því bleikjan er svo sannarlega sýnd veiði en ekki gefinn í þessu vatni en náir þú tökum á veiðinni nær vatnið tökum á þér. Þetta er magnað vatn að veiða og það þarf nokkra ástundun, eða leiðbeiningar frá vönum manni, til að finna árangur strax. Þú getur þó líka verið heppinn eða hokinn af reynslu og þá skiptir máli að lesa vel í boxið, skoða inní bleikjurnar sem þú færð og finna út úr því hvð þær eru að taka því bleikjan í Hraunsfirði er afskaplega dyntótt á æti. Einn af þeim sem þekkir þetta vatn vel er fyrrum Formaður SVFR, Bjarni Júlíusson, og hann var við vatnið í fyrradag og segir að vatnið sé loksins ða komast til lífs á þessu vori. "Ég fór í morgun í 5°C hita og suðaustan slagviðri. Það var mikil alda, kalt og hráslagalegt. Mjög mikið í lóninu. Smá litur á vatninu en samt ágætt skyggni. Mikið líf. Hún var að koma í marflóna hjá mér aftur og aftur en tók svakalega naumt" sagði Bjarni í samtali í Veiðivísi. "Ég var að taka fiska á bilinu 40-50 cm. Þessi sem ég hirti í forréttinn var 44cm og tók marfló sem ég kalla Glitfló. Ég kíkti innan í bleikjuna og hún var stútfull af grænni marfló. Ég skoðaði marflóna vel, það var eins og það væri appelsínugulur þráður aftur úr þeim. Smá orange dæmi ... ef einhver vill hnýta fyrir Hraunsfjörðinn þá er það Marfló með orange skotti" bætir Bjarni við.
Mest lesið 4 laxar á land opnunardaginn í Ytri Rangá Veiði Norðurá opnar á morgun Veiði Nóg af laxi en vantar bara vatn Veiði Búið að opna fyrir úthlutun til félagsmanna SVFR Veiði Frábært veiðiveður framundan um helgina Veiði Róleg veiði en stórir laxar í Vatnsdalnum Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Það er ennþá líf í Kleifarvatni Veiði Flott veiði og stórir fiskar í Varmá Veiði Eystri Rangá komin í 1136 laxa Veiði