Tölvugæludýrið snýr aftur Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 13. apríl 2017 14:29 Tölvugæludýr voru hluti af staðalbúnaði ungu kynslóðarinnar á tíunda áratugnum. vísir/getty Tölvugæludýrið, sem var vinsælt leikfang á tíunda áratugnum, hefur nú snúið aftur á markað eftir smávægilegar endurbætur. Independent greinir frá. Leikfangið, sem heitir á frummálinu Tamagotchi, sló í gegn hjá börnum og unglingum fyrir um tuttugu árum síðan en þau komu fyrst á markað í Japan árið 1996. Tölvugæludýrin eru framleidd í Japan og verða aðeins fáanleg þar, í það minnsta fyrst um sinn. Gæludýrin hafa verið smækkuð örlítið og verða fáanleg í sex litum. Að öðru leyti eru þau keimlík upprunalegu tölvugæludýrunum og hafa haldið sporöskjulaga lögun sinni. Markmiðið með tölvugæludýrum var að líkja eftir alvöru gæludýrum sem þurfti að hugsa um, þrífa eftir og mata. Ef eigandi tölvugæludýrsins vanrækti þarfir þess var hættan sú að gæludýrið myndi gefa upp öndina. Áhugasamir geta pantað sér tölvugæludýr frá Japan á Amazon en stykkið kostar rúmlega 2000 krónur. Tengdar fréttir Endurkoma Nokia Nýverið var tilkynnt að Nokia hygðist hefja innreið á farsímamarkað á ný, en félagið HDM Global ætlar að setja hinn forna 3310 síma aftur á markað. Nokia-merkið hefur undanfarin ár gengið gegnum mikinn öldudal eftir að hafa verið leiðandi á farsímamarkaði um langt skeið upp úr aldamótum. 5. mars 2017 11:00 Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Tölvugæludýrið, sem var vinsælt leikfang á tíunda áratugnum, hefur nú snúið aftur á markað eftir smávægilegar endurbætur. Independent greinir frá. Leikfangið, sem heitir á frummálinu Tamagotchi, sló í gegn hjá börnum og unglingum fyrir um tuttugu árum síðan en þau komu fyrst á markað í Japan árið 1996. Tölvugæludýrin eru framleidd í Japan og verða aðeins fáanleg þar, í það minnsta fyrst um sinn. Gæludýrin hafa verið smækkuð örlítið og verða fáanleg í sex litum. Að öðru leyti eru þau keimlík upprunalegu tölvugæludýrunum og hafa haldið sporöskjulaga lögun sinni. Markmiðið með tölvugæludýrum var að líkja eftir alvöru gæludýrum sem þurfti að hugsa um, þrífa eftir og mata. Ef eigandi tölvugæludýrsins vanrækti þarfir þess var hættan sú að gæludýrið myndi gefa upp öndina. Áhugasamir geta pantað sér tölvugæludýr frá Japan á Amazon en stykkið kostar rúmlega 2000 krónur.
Tengdar fréttir Endurkoma Nokia Nýverið var tilkynnt að Nokia hygðist hefja innreið á farsímamarkað á ný, en félagið HDM Global ætlar að setja hinn forna 3310 síma aftur á markað. Nokia-merkið hefur undanfarin ár gengið gegnum mikinn öldudal eftir að hafa verið leiðandi á farsímamarkaði um langt skeið upp úr aldamótum. 5. mars 2017 11:00 Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Endurkoma Nokia Nýverið var tilkynnt að Nokia hygðist hefja innreið á farsímamarkað á ný, en félagið HDM Global ætlar að setja hinn forna 3310 síma aftur á markað. Nokia-merkið hefur undanfarin ár gengið gegnum mikinn öldudal eftir að hafa verið leiðandi á farsímamarkaði um langt skeið upp úr aldamótum. 5. mars 2017 11:00