Umfjöllun og myndir: KR - Keflavík 90-71 | Keflvíkingar lítil fyrirstaða fyrir meistarana Kristinn G. Friðriksson í DHL-höllinni skrifar 30. mars 2017 20:45 Darri Hilmarsson brýst í gegnum vörn Keflavíkur. vísir/ernir KR og Keflavík áttust við í fjögurra liða úrslitum Domino‘s deildar karla í kvöld í Vesturbænum. Þetta var fyrsti leikur liðanna en það lið sem vinnur þrjá leiki kemst í sjálfa úrslitarimmuna um titilinn eftirsótta.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Valshöllinni og tók meðfylgjandi myndir. KR átti í litlum erfiðleikum með lélega Keflvíkinga í kvöld og sigruðu örugglega 90-71 eftir að hafa leitt 46-41 í hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn þó KR hafi verið með ákveðna yfirburði. Keflvíkingar náðu að halda sér inní leiknum á stoltinu en alveg ljóst að munurinn í hálfleik hefði auðveldlega geta verið meiri. Í seinni hálfleik kafsilgdu svo KR Keflavík; frábær varnarleikur liðsins hélt gestunum í járnum og skoraði Keflavík aðeins 14 stig í hlutanum. Það má segja að lokafjórðungurinn hafi aðeins verið formsatriði að spila, slíkur var munurinn á liðunum. Staðan 71-55 og engin merki um að gestirnir gætu brúað þennan mun. KR sleppti tökunum í nokkrar mínútur en svo herti liðið aftur tökin og slökkti mjög afgerandi á vonum Suðurnesjamanna. Þetta var leikur kattarins að músinni og ljóst að róðurinn verður sérlega erfiður fyrir Keflavík í þessari seríu. Hjá Keflavík var Amin Stevens bestur en langt frá því eins afgerandi og hans er von og vísa. Reggie Dupree átti spretti en aðrir langt frá sínu besta og liðsheildin ljósárum frá sínu besta. Hjá KR voru allir í sparifötunum; liðsheildin frábær og allir byrjunarliðsmenn liðsins góðir. Sigurður Þorvaldsson kom gríðarlega sterkur af bekknum, sem og Þórir Þorbjarnarson. Frábær liðsigur hjá frábæru liði. Nánar verður fjallað um leikinn síðar í kvöld.KR-Keflavík 90-71 (24-21, 22-20, 25-14, 19-16)KR: Darri Hilmarsson 18/8 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 15/4 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 14/9 fráköst, Philip Alawoya 11/4 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 11, Jón Arnór Stefánsson 10/5 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 4/6 fráköst/8 stoðsendingar, Snorri Hrafnkelsson 4, Vilhjálmur Kári Jensson 3.Keflavík: Amin Khalil Stevens 25/24 fráköst, Reggie Dupree 14/5 fráköst, Magnús Már Traustason 8, Hörður Axel Vilhjálmsson 8/5 stoðsendingar, Guðmundur Jónsson 8, Ágúst Orrason 6, Davíð Páll Hermannsson 2.vísir/ernirvísir/ernirvísir/ernirvísir/ernirvísir/ernirvísir/ernir Dominos-deild karla Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira
KR og Keflavík áttust við í fjögurra liða úrslitum Domino‘s deildar karla í kvöld í Vesturbænum. Þetta var fyrsti leikur liðanna en það lið sem vinnur þrjá leiki kemst í sjálfa úrslitarimmuna um titilinn eftirsótta.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Valshöllinni og tók meðfylgjandi myndir. KR átti í litlum erfiðleikum með lélega Keflvíkinga í kvöld og sigruðu örugglega 90-71 eftir að hafa leitt 46-41 í hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn þó KR hafi verið með ákveðna yfirburði. Keflvíkingar náðu að halda sér inní leiknum á stoltinu en alveg ljóst að munurinn í hálfleik hefði auðveldlega geta verið meiri. Í seinni hálfleik kafsilgdu svo KR Keflavík; frábær varnarleikur liðsins hélt gestunum í járnum og skoraði Keflavík aðeins 14 stig í hlutanum. Það má segja að lokafjórðungurinn hafi aðeins verið formsatriði að spila, slíkur var munurinn á liðunum. Staðan 71-55 og engin merki um að gestirnir gætu brúað þennan mun. KR sleppti tökunum í nokkrar mínútur en svo herti liðið aftur tökin og slökkti mjög afgerandi á vonum Suðurnesjamanna. Þetta var leikur kattarins að músinni og ljóst að róðurinn verður sérlega erfiður fyrir Keflavík í þessari seríu. Hjá Keflavík var Amin Stevens bestur en langt frá því eins afgerandi og hans er von og vísa. Reggie Dupree átti spretti en aðrir langt frá sínu besta og liðsheildin ljósárum frá sínu besta. Hjá KR voru allir í sparifötunum; liðsheildin frábær og allir byrjunarliðsmenn liðsins góðir. Sigurður Þorvaldsson kom gríðarlega sterkur af bekknum, sem og Þórir Þorbjarnarson. Frábær liðsigur hjá frábæru liði. Nánar verður fjallað um leikinn síðar í kvöld.KR-Keflavík 90-71 (24-21, 22-20, 25-14, 19-16)KR: Darri Hilmarsson 18/8 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 15/4 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 14/9 fráköst, Philip Alawoya 11/4 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 11, Jón Arnór Stefánsson 10/5 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 4/6 fráköst/8 stoðsendingar, Snorri Hrafnkelsson 4, Vilhjálmur Kári Jensson 3.Keflavík: Amin Khalil Stevens 25/24 fráköst, Reggie Dupree 14/5 fráköst, Magnús Már Traustason 8, Hörður Axel Vilhjálmsson 8/5 stoðsendingar, Guðmundur Jónsson 8, Ágúst Orrason 6, Davíð Páll Hermannsson 2.vísir/ernirvísir/ernirvísir/ernirvísir/ernirvísir/ernirvísir/ernir
Dominos-deild karla Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira