Taktík Israels Martin gagnrýnd: Hann einn ber ábyrgð á því að Tindastóll tapaði þessum leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. mars 2017 13:45 Athygli vakti hvernig Israel Martin, þjálfari Tindastóls, dreifði mínútunum í leiknum gegn Keflavík í gær. Allir 12 leikmennirnir á skýrslu hjá Tindastóli komu við sögu í leiknum. Enginn leikmaður liðsins spilaði minna en fimm mínútur og allir nema einn tóku skot. Domino's Körfuboltakvöld var sent beint út frá TM-höllinni í Keflavík. Heimamennirnir Jón Halldór Eðvaldsson og Kristinn Friðriksson voru gestir Kjartans Atla Kjartanssonar og þeir voru afar undrandi á taktík Martins. „Ég skil ekki þennan leik,“ sagði Kristinn í hálfleik. „Þú ert með 15 mínútur af bekknum hjá Keflavík en tæplega 40 hjá Stólunum. Hvað er að gerast hérna? Það eru leikmenn sem ég aldrei séð áður sem eru að klára sóknir. Finnbogi [Bjarnason], sem er búinn að skjóta 21 skoti í allan vetur, er búinn að taka fjögur skot í kvöld.“ Sérfræðingarnir voru alveg jafn undrandi eftir leikinn, sem Keflavík vann 86-80. „Það er svo margt sem hann gerir sem mér finnst algjörlega galið,“ sagði Jón Halldór. Meðal þess sem strákarnir í Körfuboltakvöldi furðuðu sig á var þegar Viðari Ágústssyni var skipt út af, strax eftir að hann fiskaði fimmtu villuna á Hörð Axel Vilhjálmsson, leikstjórnanda Keflavíkur. „Honum er skipt út af fyrir mann sem er að spila þrjár mínútur að meðaltali í leik. Það er bara einn maður sem klikkar í þessum leik og það er þjálfarinn,“ sagði Kristinn forviða. „Hann [Martin] tapaði þessum leik. Það er ósköp einfalt. Þessi taktík sem hann mætti með í Keflavík var gjörsamlega galin. Hann einn ber ábyrgð á því að Tindastóll tapaði þessum leik,“ sagði Jón Halldór. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Dominos-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Athygli vakti hvernig Israel Martin, þjálfari Tindastóls, dreifði mínútunum í leiknum gegn Keflavík í gær. Allir 12 leikmennirnir á skýrslu hjá Tindastóli komu við sögu í leiknum. Enginn leikmaður liðsins spilaði minna en fimm mínútur og allir nema einn tóku skot. Domino's Körfuboltakvöld var sent beint út frá TM-höllinni í Keflavík. Heimamennirnir Jón Halldór Eðvaldsson og Kristinn Friðriksson voru gestir Kjartans Atla Kjartanssonar og þeir voru afar undrandi á taktík Martins. „Ég skil ekki þennan leik,“ sagði Kristinn í hálfleik. „Þú ert með 15 mínútur af bekknum hjá Keflavík en tæplega 40 hjá Stólunum. Hvað er að gerast hérna? Það eru leikmenn sem ég aldrei séð áður sem eru að klára sóknir. Finnbogi [Bjarnason], sem er búinn að skjóta 21 skoti í allan vetur, er búinn að taka fjögur skot í kvöld.“ Sérfræðingarnir voru alveg jafn undrandi eftir leikinn, sem Keflavík vann 86-80. „Það er svo margt sem hann gerir sem mér finnst algjörlega galið,“ sagði Jón Halldór. Meðal þess sem strákarnir í Körfuboltakvöldi furðuðu sig á var þegar Viðari Ágústssyni var skipt út af, strax eftir að hann fiskaði fimmtu villuna á Hörð Axel Vilhjálmsson, leikstjórnanda Keflavíkur. „Honum er skipt út af fyrir mann sem er að spila þrjár mínútur að meðaltali í leik. Það er bara einn maður sem klikkar í þessum leik og það er þjálfarinn,“ sagði Kristinn forviða. „Hann [Martin] tapaði þessum leik. Það er ósköp einfalt. Þessi taktík sem hann mætti með í Keflavík var gjörsamlega galin. Hann einn ber ábyrgð á því að Tindastóll tapaði þessum leik,“ sagði Jón Halldór. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Dominos-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum