Brynjar Þór: Ég var ekki að fara að berja hann Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. mars 2017 21:46 Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, bauð upp á skotsýningu framan af 82-80 sigurleik KR gegn Keflavík í Domino´s-deild karla kvöld en hann skoraði úr sjö af fyrstu níu þriggja stiga skotunum sínum. „Mér leið ágætlega fyrir leikinn,“ sagði hann við Vísi í leikslok. „Ég var búinn að vera ógeðslega stífur í vikunni. Ég tók eina hnébeygju á mánudaginn og leið eins og gömlum manni í þrjá daga en ég var ágætur í dag.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi ótrúlega skytta dettur í svona ham. „Þegar maður fær einn opinn þrist þá líður menn ágætlega en annars líður mér alltaf vel þegar ég skýt boltanum. Mér leið ekkert alltof vel fyrir leikinn en stundum hittir maður betur ef maður er ekki með of miklar væntingar,“ sagði Brynjar Þór sem er ósáttur við að hleypa Keflavík inn í leikinn. „Fjórði leikhlutinn hefur verið akkilesarhæll okkar í vetur. Við verðum alltaf svolítið staðir og horfum of mikið á Jón og Pavel og mig í staðinn fyrir að hlaupa kerfin okkar af krafti. Við þurfum að ræða þetta og bæta. Þetta er búið að gerast það oft eftir áramót að við verðum að nýta okkur þessa bjöllu sem er að hringja.“ Brynjar fékk tæknivillu undir lokin fyrir að öskra á Guðmund Jónsson sem hrinti honum í jörðina. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Brynjar lendir í svona atviki á móti Keflavík. „Við vorum dottnir í smá glímu þarna og ég spurði bara hvaða rugl þetta væri. Það má aðeins leyfa mönnum að pústa meira en er gert. Ég var augljóslega ekkert að fara að berja hann. Ég var bara aðeins að láta hann heyra það. Það er hluti af leiknum,“ sagði Brynjar Þór Björnsson. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Keflavík 82-80 | Meistararnir sluppu með skrekkinn Íslandsmeistarar KR halda toppsætinu í Domino´s-deild karla eftir sigur á Keflavík. 2. mars 2017 21:45 Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira
Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, bauð upp á skotsýningu framan af 82-80 sigurleik KR gegn Keflavík í Domino´s-deild karla kvöld en hann skoraði úr sjö af fyrstu níu þriggja stiga skotunum sínum. „Mér leið ágætlega fyrir leikinn,“ sagði hann við Vísi í leikslok. „Ég var búinn að vera ógeðslega stífur í vikunni. Ég tók eina hnébeygju á mánudaginn og leið eins og gömlum manni í þrjá daga en ég var ágætur í dag.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi ótrúlega skytta dettur í svona ham. „Þegar maður fær einn opinn þrist þá líður menn ágætlega en annars líður mér alltaf vel þegar ég skýt boltanum. Mér leið ekkert alltof vel fyrir leikinn en stundum hittir maður betur ef maður er ekki með of miklar væntingar,“ sagði Brynjar Þór sem er ósáttur við að hleypa Keflavík inn í leikinn. „Fjórði leikhlutinn hefur verið akkilesarhæll okkar í vetur. Við verðum alltaf svolítið staðir og horfum of mikið á Jón og Pavel og mig í staðinn fyrir að hlaupa kerfin okkar af krafti. Við þurfum að ræða þetta og bæta. Þetta er búið að gerast það oft eftir áramót að við verðum að nýta okkur þessa bjöllu sem er að hringja.“ Brynjar fékk tæknivillu undir lokin fyrir að öskra á Guðmund Jónsson sem hrinti honum í jörðina. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Brynjar lendir í svona atviki á móti Keflavík. „Við vorum dottnir í smá glímu þarna og ég spurði bara hvaða rugl þetta væri. Það má aðeins leyfa mönnum að pústa meira en er gert. Ég var augljóslega ekkert að fara að berja hann. Ég var bara aðeins að láta hann heyra það. Það er hluti af leiknum,“ sagði Brynjar Þór Björnsson.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Keflavík 82-80 | Meistararnir sluppu með skrekkinn Íslandsmeistarar KR halda toppsætinu í Domino´s-deild karla eftir sigur á Keflavík. 2. mars 2017 21:45 Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Keflavík 82-80 | Meistararnir sluppu með skrekkinn Íslandsmeistarar KR halda toppsætinu í Domino´s-deild karla eftir sigur á Keflavík. 2. mars 2017 21:45