Ingi Þór: Skandall að Haukar séu að berjast við fall Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. mars 2017 21:39 Ingi Þór og félagar bíða enn eftir sínum fyrsta sigri í Domino's deild karla. vísir/eyþór Snæfell bíður enn eftir sínum fyrsta sigri í Domino's deild karla í karla. En hvað vantaði upp á gegn Haukum í kvöld að mati Inga Þórs Steinþórssonar, þjálfara liðsins? „Það vantaði svolítið mikið upp á. Mér fannst byrjunarliðið í heild sinni svolítið flatt á meðan þeir voru tilbúnir og vel stemmdir,“ sagði Ingi Þór eftir leik. „Við sættum okkur við að vera fyrir utan þriggja stiga línuna og sóttum ekki á körfuna. Um leið og við gerðum það var þetta jafn leikur. Byrjunin sat í okkur og það var slæmt að missa þá tvisvar frá sér. Munurinn var líka of mikill í fráköstunum, þeir voru miklu grimmari í þeim.“ Snæfell skoraði níu fyrstu stig 3. leikhluta og náði að minnka muninn í þrjú stig, 53-30. Nær komust gestirnir þó ekki. „Við gerðum mistök í færslum og þeir skoruðu svona stemmningskörfur,“ sagði Ingi Þór og beindi talinu að liði Hauka. „Það er skandall á hvaða stað þetta lið er í töflunni. Þeir eru með tvo Kana og fullt af gríðarlega góðum körfuboltamönnum. Það er skandall að þeir séu að berjast við fall, það er bara asnalegt. Ég ber virðingu fyrir strákunum í þessu liði og þeir eru miklu betri í körfubolta en þeir sýna,“ sagði Ingi sem sagði allt havaríið í kringum skíðaferð Ívars Ásgrímssonar, þjálfara Hauka, ekki hafa haft áhrif á sína menn í aðdraganda leiksins. „Nei nei, við vorum bara komnir til að skila körfubolta við Hauka. Ég er búinn að tjá mig um það. Eins og ég sagði, persónulega myndi mér aldrei detta í hug að gera þetta. Menn verða svo að meta hvort þetta sé diss. En við nýttum okkur það ekki,“ sagði Ingi Þór að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Snæfell 102-83 | Haukar komnir upp úr fallsæti Haukar komust upp úr fallsæti í Domino's deild karla eftir 102-83 sigur á Snæfelli í Schenker-höllinni í Hafnarfirði. 3. mars 2017 21:45 Mest lesið Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
Snæfell bíður enn eftir sínum fyrsta sigri í Domino's deild karla í karla. En hvað vantaði upp á gegn Haukum í kvöld að mati Inga Þórs Steinþórssonar, þjálfara liðsins? „Það vantaði svolítið mikið upp á. Mér fannst byrjunarliðið í heild sinni svolítið flatt á meðan þeir voru tilbúnir og vel stemmdir,“ sagði Ingi Þór eftir leik. „Við sættum okkur við að vera fyrir utan þriggja stiga línuna og sóttum ekki á körfuna. Um leið og við gerðum það var þetta jafn leikur. Byrjunin sat í okkur og það var slæmt að missa þá tvisvar frá sér. Munurinn var líka of mikill í fráköstunum, þeir voru miklu grimmari í þeim.“ Snæfell skoraði níu fyrstu stig 3. leikhluta og náði að minnka muninn í þrjú stig, 53-30. Nær komust gestirnir þó ekki. „Við gerðum mistök í færslum og þeir skoruðu svona stemmningskörfur,“ sagði Ingi Þór og beindi talinu að liði Hauka. „Það er skandall á hvaða stað þetta lið er í töflunni. Þeir eru með tvo Kana og fullt af gríðarlega góðum körfuboltamönnum. Það er skandall að þeir séu að berjast við fall, það er bara asnalegt. Ég ber virðingu fyrir strákunum í þessu liði og þeir eru miklu betri í körfubolta en þeir sýna,“ sagði Ingi sem sagði allt havaríið í kringum skíðaferð Ívars Ásgrímssonar, þjálfara Hauka, ekki hafa haft áhrif á sína menn í aðdraganda leiksins. „Nei nei, við vorum bara komnir til að skila körfubolta við Hauka. Ég er búinn að tjá mig um það. Eins og ég sagði, persónulega myndi mér aldrei detta í hug að gera þetta. Menn verða svo að meta hvort þetta sé diss. En við nýttum okkur það ekki,“ sagði Ingi Þór að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Snæfell 102-83 | Haukar komnir upp úr fallsæti Haukar komust upp úr fallsæti í Domino's deild karla eftir 102-83 sigur á Snæfelli í Schenker-höllinni í Hafnarfirði. 3. mars 2017 21:45 Mest lesið Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Snæfell 102-83 | Haukar komnir upp úr fallsæti Haukar komust upp úr fallsæti í Domino's deild karla eftir 102-83 sigur á Snæfelli í Schenker-höllinni í Hafnarfirði. 3. mars 2017 21:45