Google sakað um dreifingu falskra frétta Samúel Karl Ólason skrifar 6. mars 2017 14:45 Google segir viðmótið fylgja ákveðnum reikniformúlum, en þegar starfsmönnum fyrirtækisins sé bent á furðuleg svör, sé alltaf brugðist við því. Vísir/AFP Tæknifyrirtækið Google hefur orðið fyrir gagnrýni vegna dreifingu svokallaðra falskra frétta í gegnum nýtt notendaviðmót við leit sem kallast „featured snippets in search“. Viðmótið hefur verið fjarlægt vegna gagnrýnarinnar sem snýr einnig að Google Home. „Featured snippets in search“ býður upp á stutt svör við algengum spurningum á leitarvél fyrirtækisins. Þá notar Google Home viðmótið við að svara spurningum notenda. Viðmótið hefur þó deilt röngum fréttum, áróðri og hreinum lygum til notenda. Þá hefur Google Home svarað spurningum notenda með lygum sem bornar eru fram sem sannleikur, án annarra heimilda. Google Home vísar þó til heimasíðunnar sem hún fékk svarið frá. Sem dæmi, má hér sjá blaðamann BBC spyrja Google Home um helgina hvort að Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sé að skipuleggja valdarán í Bandaríkjunum.And here's what happens if you ask Google Home "is Obama planning a coup?" pic.twitter.com/MzmZqGOOal— Rory Cellan-Jones (@ruskin147) March 5, 2017 Samkvæmt svari Google Home hefur Barack Obama starfað með kommúnistum í Kína að því að framja valdarán undir lok valdatíma hans árið 2016.The Outline hefur tekið niður fjölda svara sem hafa beinlínis verið röng. Meðal annars hefur leitarvél Google vísað til rangrar fréttar um að fimm forsetar Bandaríkjanna hafi verið meðlimir í Ku Klax Klan, að Obama ætli að setja herlög á Bandaríkin, að msg valdi heilaskaða og ýmislegt fleira. Google segir viðmótið fylgja ákveðnum reikniformúlum, en þegar starfsmönnum fyrirtækisins sé bent á furðuleg svör, sé alltaf brugðist við því.Google Home: "Yes, republicans = nazis" pic.twitter.com/7HVQjyjbEq— Danny Sullivan (@dannysullivan) March 5, 2017 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Tæknifyrirtækið Google hefur orðið fyrir gagnrýni vegna dreifingu svokallaðra falskra frétta í gegnum nýtt notendaviðmót við leit sem kallast „featured snippets in search“. Viðmótið hefur verið fjarlægt vegna gagnrýnarinnar sem snýr einnig að Google Home. „Featured snippets in search“ býður upp á stutt svör við algengum spurningum á leitarvél fyrirtækisins. Þá notar Google Home viðmótið við að svara spurningum notenda. Viðmótið hefur þó deilt röngum fréttum, áróðri og hreinum lygum til notenda. Þá hefur Google Home svarað spurningum notenda með lygum sem bornar eru fram sem sannleikur, án annarra heimilda. Google Home vísar þó til heimasíðunnar sem hún fékk svarið frá. Sem dæmi, má hér sjá blaðamann BBC spyrja Google Home um helgina hvort að Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sé að skipuleggja valdarán í Bandaríkjunum.And here's what happens if you ask Google Home "is Obama planning a coup?" pic.twitter.com/MzmZqGOOal— Rory Cellan-Jones (@ruskin147) March 5, 2017 Samkvæmt svari Google Home hefur Barack Obama starfað með kommúnistum í Kína að því að framja valdarán undir lok valdatíma hans árið 2016.The Outline hefur tekið niður fjölda svara sem hafa beinlínis verið röng. Meðal annars hefur leitarvél Google vísað til rangrar fréttar um að fimm forsetar Bandaríkjanna hafi verið meðlimir í Ku Klax Klan, að Obama ætli að setja herlög á Bandaríkin, að msg valdi heilaskaða og ýmislegt fleira. Google segir viðmótið fylgja ákveðnum reikniformúlum, en þegar starfsmönnum fyrirtækisins sé bent á furðuleg svör, sé alltaf brugðist við því.Google Home: "Yes, republicans = nazis" pic.twitter.com/7HVQjyjbEq— Danny Sullivan (@dannysullivan) March 5, 2017
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira