Innlent

Fóstureyðingar verði þungunarrof

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar

Á liðnu ári hefur nefnd unnið að heildarendurskoðun á lögum nr. 25/1975 um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir. Í gær var skýrslan kynnt fyrir heilbrigðisráðherra.

Sóley Bender, formaður nefndarinnar, segir gríðarlegar samfélagslegar breytingar á síðustu fjörutíu árum hafa kallað á endurskoðun.

Í fyrsta lagi snúa tillögurnar að fræðslu og ráðgjöf um kynheilbrigði. Þar er meðal annars lagt til að fagráð um kynheilbrigði verði stofnað innan Embættis landlæknis, að ávísa megi hormónagetnaðarvörnum til stúlkna yngri en átján ára án samráðs við foreldra og að þær verði fríar fyrir stúlkur yngri en tuttugu ára og konur sem standa höllum fæti í samfélaginu. Auk þess að smokkar verið fríir í framhaldsskólum landsins.

Varðandi fóstureyðingar er í fyrsta lagi lagt til að í stað þess að nota hugtakið fóstureyðing verði hugtakið þungunarrof notað. Einnig að ekki þurfi lengur tveir fagaðilar að gera greinagerð til að heimila þungunarrof.

Sóley segir neikvæða merkingu felast í orðinu fóstureyðing en að þungun eigi betur við enda vísi það til byrjunar þungunar, og er notað í því samhengi, til dæmis með orðinu þungunarpróf.

Í lögum um ófrjósemisaðgerðir er lagt til að lækka lágmarksaldur niður í átján ár og afmá alla mismunun gagnvart fötluðum einstaklingum. Samkvæmt heilbrigðisráðherra er tillögunum ætlað að vera grundvöllur við gerð frumvarps að nýrri löggjöf um þessi mál.

Lesa má skýrsluna og fleiri tillögur á vef velferðarráðuneytisins. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.