Körfubolti

Pabbi hennar kom til Íslands og sá tvær þrennur hjá stelpunni sinni á fjórum dögum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Danielle Rodriguez.
Danielle Rodriguez. Vísir/Eyþór

Stjörnukonan Danielle Rodriguez varð um helgina fyrsti leikmaðurinn í Domino´s deild kvenna í vetur til að ná því skila þrennu í tveimur leikjum í röð.

Danielle var reyndar nálægt fernunni í leik á móti Val en hana vantaði einungis tvö varin skot. Danielle endaði leikinn með 25 stig, 11 fráköst, 10 stoðsendingar, 8 varin skot og 4 stolna bolta.

Fjórum dögum fyrr var Danielle Rodriguez með þrennu í sigurleik á móti Njarðvík. Hún var þá með 24 stig, 12 fráköst og 10 stoðsendingar. Stjarnan vann þann leik 80-59.

Það sem er athyglisvert við þessar frábæru tölur er að pabbi Danielle Rodriguez, Daniel Rodriguez, var einmitt staddur á Íslandi í þessari viku og sá stelpuna sína því heldur betur fara á kostum í þessum tveimur leikjum.

Danielle Rodriguez hefur alls verið með þrjár þrennur í Domino´s deildinni í vetur og var að auki með eina í bikarnum. Hún var síðan tvisvar ótrúlega nálægt þrennunni en í annað skiptið vantað hana vara eina stoðsendingu en í hitt skiptið vantaði hans bara einn stolinn bolta.

Það er ekki hægt að kvarta mikið yfir frammistöðu Danielle Rodriguez í Domino´s deildinni í vetur. Hún er í 1. sæti í stoðsendingum (6,1 í leik), 2. sæti í stolnum boltum (3,3) og vörðum skotum (2,0), 4. sæti í fráköstum (10,8 í leik) og framlagi  (27.3) og er svo í 6. sæti í stigaskori (21,1 í leik).

Danielle Rodriguez fær tækifæri í kvöld til að ná þrennu í þriðja leiknum í röð þegar Stjarnan tekur á móti Snæfelli í Ásgarði en í kvöld fer fram heil umferð í Domino´s deild kvenna.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.