Þjóðarkakan María Bjarnadóttir skrifar 20. janúar 2017 07:00 Þegar ný ríkisstjórn var mynduð spurði mig maður, sem er upprunninn hinumegin á hnettinum og hefur aldrei komið til Íslands, hvort það væri satt að eini maðurinn í öllum heiminum sem bæði hefði verið í Panamaskjölunum og Ashley Madison-gögnunum yrði forsætisráðherra á Íslandi. „Já, það er rétt, min ven,“ svaraði ég, en útskýrði fyrir honum að þetta væri nú allt aðeins málum blandið og að ráðherrann hefði bara verið í þessum skjölum af léttúð. Þetta þótti honum ekki sannfærandi. Svo ég sýndi honum myndband í milduðum fókus og pastellitum af IceHot1 skreyta barnaafmælisköku og þá snarskipti hann um skoðun. Hann skildi vel að kjósendur legðu ekki megináherslu á óskýrar upplýsingar úr gagnalekum þegar hægt væri að horfa á kökuskreytingarvídeóið. Fleiri vildu sjá og áður en ég vissi af var fólk frá öllum heimshornum að horfa á nýja forsætisráðherrann rúlla sykurmassa ástúðlega í tölvunni minni. Af öryggi, en natni. Tvær konur báðu um slóðina á vídeóið. Örugglega bara til að sýna vinum sínum. Ísland hefur fengið verulega aukna athygli frá útlöndum undanfarið. Alþjóðlegir fjölmiðlar komu til að fylgjast með kosningum, EFTA gerir svakalegasta kombakk sem alþjóðleg samvinna hefur séð og íslenska efnahagsundrið (fyrir og eftir hrun) er rannsóknarefni fjölmargra fræðigreina. Hið sanna undur, leynivopn Íslendinga, er samstaðan. Þjóðfélag sem vinnur sig út úr efnahagshruni með því að hjálpast að. Klappar í takt. Sendir hundruð sjálfboðaliða til að finna rjúpnaskyttu. Fer út að leita þegar ungar konur týnast. Passar upp á hvert annað. Það er þessi samstaða sem er kjarninn í þjóðarkökunni. Allt hitt er bara skraut. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Bjarnadóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun
Þegar ný ríkisstjórn var mynduð spurði mig maður, sem er upprunninn hinumegin á hnettinum og hefur aldrei komið til Íslands, hvort það væri satt að eini maðurinn í öllum heiminum sem bæði hefði verið í Panamaskjölunum og Ashley Madison-gögnunum yrði forsætisráðherra á Íslandi. „Já, það er rétt, min ven,“ svaraði ég, en útskýrði fyrir honum að þetta væri nú allt aðeins málum blandið og að ráðherrann hefði bara verið í þessum skjölum af léttúð. Þetta þótti honum ekki sannfærandi. Svo ég sýndi honum myndband í milduðum fókus og pastellitum af IceHot1 skreyta barnaafmælisköku og þá snarskipti hann um skoðun. Hann skildi vel að kjósendur legðu ekki megináherslu á óskýrar upplýsingar úr gagnalekum þegar hægt væri að horfa á kökuskreytingarvídeóið. Fleiri vildu sjá og áður en ég vissi af var fólk frá öllum heimshornum að horfa á nýja forsætisráðherrann rúlla sykurmassa ástúðlega í tölvunni minni. Af öryggi, en natni. Tvær konur báðu um slóðina á vídeóið. Örugglega bara til að sýna vinum sínum. Ísland hefur fengið verulega aukna athygli frá útlöndum undanfarið. Alþjóðlegir fjölmiðlar komu til að fylgjast með kosningum, EFTA gerir svakalegasta kombakk sem alþjóðleg samvinna hefur séð og íslenska efnahagsundrið (fyrir og eftir hrun) er rannsóknarefni fjölmargra fræðigreina. Hið sanna undur, leynivopn Íslendinga, er samstaðan. Þjóðfélag sem vinnur sig út úr efnahagshruni með því að hjálpast að. Klappar í takt. Sendir hundruð sjálfboðaliða til að finna rjúpnaskyttu. Fer út að leita þegar ungar konur týnast. Passar upp á hvert annað. Það er þessi samstaða sem er kjarninn í þjóðarkökunni. Allt hitt er bara skraut. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.