CES 2017: Rándýrar fartölvur, vélmenni og stærstu minnislyklar heims Samúel Karl Ólason skrifar 4. janúar 2017 15:00 DataTraveler Ultimate GT minnislykill er 2TB að stærð. Vísir/AFP Tæknifyrirtæki keppast nú við að sýna nýjustu vörur sínar á CES eða Consumer Electronics Show í Las Vegas. Tæknilega séð hefst ráðstefnan ekki fyrr en á morgun, en margir hafa tekið forskot á sæluna. Meðal þeirra tækja sem þegar er búið að sýna eru Rándýrar fartölvur, vélmenni og stærstu minnislyklar heims. Þá hafa bílar þar að auki verið fyrirferðarmiklir. Fyrst er vert að nefna fartölvuna Predator 21 X frá Acer, sem kostar um milljón krónur, eða 8.999 dali. Í henni eru tvö GTX 1080 skjákort, fimm viftur og hún er með 21 tommu sveigðan skjá. Tölvan vegur heil 8,8 kíló. Þá kynnti Dell tölvuna Inspiron 15 7000 sem er um níu hundruð þúsund krónum ódýrari. Fyrirtækið Kingston kynnti DataTraveler Ultimate GT minnislyklana sem gera verið allt að 2TB að stærð. Það gerir þá að stærstu minnislyklum sem hægt er að fá samkvæmt CNET, þar sem hægt er að fylgjast með nýjustu vendingum á ráðstefnunni. Það gæti þó breyst á næstu dögum. Verð liggur ekki fyrir en þeir fara í sölu í næsta mánuði. Vélmennið Kuri lét einnig sjá sig á CES. Það er framleitt af fyrirtækinu Mayfield Robotics og tengist á netið og tengist öðrum tækjum með Bluetooth. Þá er innbyggð myndavél í því og getur það vaktað heimilið og stýrt heimilistækjum með raddstýringum. Þá segja forsvarsmenn fyrirtækisins að vélmennið muni jafnvel geta rekið gæludýr niður úr sófum og öðrum stöðum sem þau eiga ekki að vera þegar eigendurnir eru ekki heima. Stærsti kostur Kuri er þó án efa sá að vélmennið mun líklega ekki reyna að taka yfir heiminn. Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Tæknifyrirtæki keppast nú við að sýna nýjustu vörur sínar á CES eða Consumer Electronics Show í Las Vegas. Tæknilega séð hefst ráðstefnan ekki fyrr en á morgun, en margir hafa tekið forskot á sæluna. Meðal þeirra tækja sem þegar er búið að sýna eru Rándýrar fartölvur, vélmenni og stærstu minnislyklar heims. Þá hafa bílar þar að auki verið fyrirferðarmiklir. Fyrst er vert að nefna fartölvuna Predator 21 X frá Acer, sem kostar um milljón krónur, eða 8.999 dali. Í henni eru tvö GTX 1080 skjákort, fimm viftur og hún er með 21 tommu sveigðan skjá. Tölvan vegur heil 8,8 kíló. Þá kynnti Dell tölvuna Inspiron 15 7000 sem er um níu hundruð þúsund krónum ódýrari. Fyrirtækið Kingston kynnti DataTraveler Ultimate GT minnislyklana sem gera verið allt að 2TB að stærð. Það gerir þá að stærstu minnislyklum sem hægt er að fá samkvæmt CNET, þar sem hægt er að fylgjast með nýjustu vendingum á ráðstefnunni. Það gæti þó breyst á næstu dögum. Verð liggur ekki fyrir en þeir fara í sölu í næsta mánuði. Vélmennið Kuri lét einnig sjá sig á CES. Það er framleitt af fyrirtækinu Mayfield Robotics og tengist á netið og tengist öðrum tækjum með Bluetooth. Þá er innbyggð myndavél í því og getur það vaktað heimilið og stýrt heimilistækjum með raddstýringum. Þá segja forsvarsmenn fyrirtækisins að vélmennið muni jafnvel geta rekið gæludýr niður úr sófum og öðrum stöðum sem þau eiga ekki að vera þegar eigendurnir eru ekki heima. Stærsti kostur Kuri er þó án efa sá að vélmennið mun líklega ekki reyna að taka yfir heiminn.
Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira