Völvur og tölvur María Bjarnadóttir skrifar 6. janúar 2017 07:00 Stærsta verkefni ársins 2027 verður að finna verkefni fyrir vinnufært og -fúst fólk. Þetta segir sérfræðingur tölvufyrirtækisins Microsoft í hagfræði og ein af 17 vísindakonum þess sem í lok síðasta árs spáðu fyrir um árin 2017 og 2027. Engar venjulegar völvur þar á ferð. Engir venjulegir spádómar heldur. Allar gera þær ráð fyrir því að árið 2017 verði árið sem vélmennavæðing nái fótfestu á öllum sviðum mannlífs. agfræðingurinn hefur áhyggjur af því að andvaraleysi leiðandi samfélagsafla verði til þess að eftir 10 ár verði störfin breytt, en hvorki færni fólksins né uppbygging kerfanna. Það sé ákveðin vandræðauppskrift. Því þurfi að spýta í lófana með tæknimenntun. Íslenskir háskólar eru samt undirfjármagnaðir, aftur. Þessi þróun sem er að eiga sér stað er nú kölluð fjórða iðnbyltingin. Fréttir af vinnumarkaðsdeilum gefa samt engin fyrirheit um að fram undan sé endurskoðun á kerfum atvinnuleysisbóta, stéttarfélaga eða kjarasamninga til þess að bregðast við byltingunni. Einu fréttirnar eru af skertum lífeyriskjörum opinberra starfsmanna framtíðarinnar. Microsoft spáir því að tækniþróun næsta áratugar verði einna hröðust í landbúnaði með tilheyrandi byltingu á mannaflaþörf og tæknibúnaði. Á Íslandi er hins vegar nýbúið að samþykkja búvörusamninga til sömu 10 ára og fáir hvatar fyrir landbúnaðargeirann til þess að tæknivæðast. Rætist spádómar sérfræðinga Microsoft stefnir í alþjóðlega rússíbanareið næsta áratuginn. En við þurfum auðvitað ekkert að hlusta. Völvur hafa oft rangt fyrir sér.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Bjarnadóttir Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Stærsta verkefni ársins 2027 verður að finna verkefni fyrir vinnufært og -fúst fólk. Þetta segir sérfræðingur tölvufyrirtækisins Microsoft í hagfræði og ein af 17 vísindakonum þess sem í lok síðasta árs spáðu fyrir um árin 2017 og 2027. Engar venjulegar völvur þar á ferð. Engir venjulegir spádómar heldur. Allar gera þær ráð fyrir því að árið 2017 verði árið sem vélmennavæðing nái fótfestu á öllum sviðum mannlífs. agfræðingurinn hefur áhyggjur af því að andvaraleysi leiðandi samfélagsafla verði til þess að eftir 10 ár verði störfin breytt, en hvorki færni fólksins né uppbygging kerfanna. Það sé ákveðin vandræðauppskrift. Því þurfi að spýta í lófana með tæknimenntun. Íslenskir háskólar eru samt undirfjármagnaðir, aftur. Þessi þróun sem er að eiga sér stað er nú kölluð fjórða iðnbyltingin. Fréttir af vinnumarkaðsdeilum gefa samt engin fyrirheit um að fram undan sé endurskoðun á kerfum atvinnuleysisbóta, stéttarfélaga eða kjarasamninga til þess að bregðast við byltingunni. Einu fréttirnar eru af skertum lífeyriskjörum opinberra starfsmanna framtíðarinnar. Microsoft spáir því að tækniþróun næsta áratugar verði einna hröðust í landbúnaði með tilheyrandi byltingu á mannaflaþörf og tæknibúnaði. Á Íslandi er hins vegar nýbúið að samþykkja búvörusamninga til sömu 10 ára og fáir hvatar fyrir landbúnaðargeirann til þess að tæknivæðast. Rætist spádómar sérfræðinga Microsoft stefnir í alþjóðlega rússíbanareið næsta áratuginn. En við þurfum auðvitað ekkert að hlusta. Völvur hafa oft rangt fyrir sér.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu