Ákvæði mögulega sett í samninga til að sporna við upplýsingaleka Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. mars 2017 19:00 Leikmannasamningar Stjörnunnar í Domino´s-deild karla í körfubolta munu í framtíðinni líklega taka mið af leka á innherjaupplýsingum fyrir veðmálastarfsemi.Vísir fjallaði í gær um veðmálasíðuna B-Ball Bets en þar selja tveir menn innherjaupplýsingar um liðin í Domino´s-deildinni til áskrifenda sinna gegn greiðslu. Annar mannanna viðurkenndi í hlaðvarpsþætti karfan.is að þeir hringja í leikmenn deildarinnar til að fá stöðu á þeirra liðum fyrir næstu leiki og að þeir fá upplýsingarnar auðveldlega. Þær eru svo nýttar til að græða peninga á veðmálum. Ekki er bara hringt í leikmenn heldur líka þjálfara.Sjá einnig:Formaður KKÍ um innherjaupplýsingarnar: „Getur haft alvarlegar afleiðingar“ „Það hefur ekki gerst í ár en það var hringt fyrir hvern einasta leik í fyrra. Við vorum einmitt að tala um þetta inn í klefa. Þetta er bara eins og að drekka vatn. Ég veit ekki hvort þetta má eða má ekki,“ segir Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, hefur nákvæmlega engan húmor fyrir þessari iðju. Hann sagði líka þeim sem hringdu í hann fyrir hálfu öðru ári síðan að gera slíkt aldrei aftur. „Ég hef aldrei gefið upplýsingar um mitt lið en það hefur verið haft samband við mig,“ segir Hrafn en hefur verið haft samband við hann? „Ekki eftir að það gerðist í fyrsta skiptið fyrir um einu og hálfu ári síðan. Þeim hefur ekki dottið í hug að gera það aftur.“ Hrafn segist ekki hafa orðið var við að sínir leikmenn hafi fengið slík símtöl eða látið í té upplýsingar um liðið. Þeim er líka hollast að sleppa því. „Nei, en það verður rætt um það strax á morgun. Ég vildi klára þennan leik fyrst. Það er algjörlega kýrskýrt hjá mér og minni stjórn að þetta verður ekki liðið. Þetta er bara eitt skref í áttina að einhverju alvarlegra og það er í rauninni þannig að héðan í frá myndi ég ætla að hver einstasti samningur sem verður undirritaður hjá Stjörnunni í Garðabæ innihaldi eitthvað sem varar fólk við að gera svona þó það sé erfitt að fylgjast með þessu. Þetta er eitthvað sem á ekki að finna sér stað í huganum á leikmanni sem er að taka þátt í verkefni með félögum sínum,“ sagði Hrafn Kristjánsson. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Fá upplýsingar frá leikmönnum í körfuboltanum og selja þær á veðmálasíðu Tveir fyrrverandi körfuboltamenn standa að síðu sem hjálpar fólki að græða peninga á Domino´s-deildinni. 2. mars 2017 09:45 Formaður KKÍ um innherjaupplýsingarnar: „Getur haft alvarlegar afleiðingar“ Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, hvetur leikmenn og þjálfara í Domino´s-deildinni til að halda upplýsingum um sín lið fyrir sig. 2. mars 2017 12:30 Ingi Þór: „Menn eiga að halda svona upplýsingum fyrir sig“ Þjálfari Snæfells í Domino´s-deildunum segir svona upplýsingaflæði geta komið í bakið á mönnum. 2. mars 2017 14:00 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Leikmannasamningar Stjörnunnar í Domino´s-deild karla í körfubolta munu í framtíðinni líklega taka mið af leka á innherjaupplýsingum fyrir veðmálastarfsemi.Vísir fjallaði í gær um veðmálasíðuna B-Ball Bets en þar selja tveir menn innherjaupplýsingar um liðin í Domino´s-deildinni til áskrifenda sinna gegn greiðslu. Annar mannanna viðurkenndi í hlaðvarpsþætti karfan.is að þeir hringja í leikmenn deildarinnar til að fá stöðu á þeirra liðum fyrir næstu leiki og að þeir fá upplýsingarnar auðveldlega. Þær eru svo nýttar til að græða peninga á veðmálum. Ekki er bara hringt í leikmenn heldur líka þjálfara.Sjá einnig:Formaður KKÍ um innherjaupplýsingarnar: „Getur haft alvarlegar afleiðingar“ „Það hefur ekki gerst í ár en það var hringt fyrir hvern einasta leik í fyrra. Við vorum einmitt að tala um þetta inn í klefa. Þetta er bara eins og að drekka vatn. Ég veit ekki hvort þetta má eða má ekki,“ segir Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, hefur nákvæmlega engan húmor fyrir þessari iðju. Hann sagði líka þeim sem hringdu í hann fyrir hálfu öðru ári síðan að gera slíkt aldrei aftur. „Ég hef aldrei gefið upplýsingar um mitt lið en það hefur verið haft samband við mig,“ segir Hrafn en hefur verið haft samband við hann? „Ekki eftir að það gerðist í fyrsta skiptið fyrir um einu og hálfu ári síðan. Þeim hefur ekki dottið í hug að gera það aftur.“ Hrafn segist ekki hafa orðið var við að sínir leikmenn hafi fengið slík símtöl eða látið í té upplýsingar um liðið. Þeim er líka hollast að sleppa því. „Nei, en það verður rætt um það strax á morgun. Ég vildi klára þennan leik fyrst. Það er algjörlega kýrskýrt hjá mér og minni stjórn að þetta verður ekki liðið. Þetta er bara eitt skref í áttina að einhverju alvarlegra og það er í rauninni þannig að héðan í frá myndi ég ætla að hver einstasti samningur sem verður undirritaður hjá Stjörnunni í Garðabæ innihaldi eitthvað sem varar fólk við að gera svona þó það sé erfitt að fylgjast með þessu. Þetta er eitthvað sem á ekki að finna sér stað í huganum á leikmanni sem er að taka þátt í verkefni með félögum sínum,“ sagði Hrafn Kristjánsson.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Fá upplýsingar frá leikmönnum í körfuboltanum og selja þær á veðmálasíðu Tveir fyrrverandi körfuboltamenn standa að síðu sem hjálpar fólki að græða peninga á Domino´s-deildinni. 2. mars 2017 09:45 Formaður KKÍ um innherjaupplýsingarnar: „Getur haft alvarlegar afleiðingar“ Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, hvetur leikmenn og þjálfara í Domino´s-deildinni til að halda upplýsingum um sín lið fyrir sig. 2. mars 2017 12:30 Ingi Þór: „Menn eiga að halda svona upplýsingum fyrir sig“ Þjálfari Snæfells í Domino´s-deildunum segir svona upplýsingaflæði geta komið í bakið á mönnum. 2. mars 2017 14:00 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Fá upplýsingar frá leikmönnum í körfuboltanum og selja þær á veðmálasíðu Tveir fyrrverandi körfuboltamenn standa að síðu sem hjálpar fólki að græða peninga á Domino´s-deildinni. 2. mars 2017 09:45
Formaður KKÍ um innherjaupplýsingarnar: „Getur haft alvarlegar afleiðingar“ Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, hvetur leikmenn og þjálfara í Domino´s-deildinni til að halda upplýsingum um sín lið fyrir sig. 2. mars 2017 12:30
Ingi Þór: „Menn eiga að halda svona upplýsingum fyrir sig“ Þjálfari Snæfells í Domino´s-deildunum segir svona upplýsingaflæði geta komið í bakið á mönnum. 2. mars 2017 14:00