Dulbúið sælgæti Pálmar Ragnarsson skrifar 19. júní 2017 07:00 „Varúð, þessi vara inniheldur mikið magn af viðbættum sykri.“ Í kælum allra matvöruverslana landsins má finna mikið úrval af sælgæti dulbúnu sem matvöru. Það getur verið erfitt að átta sig á því hvað er hvað, flest er þetta hlið við hlið í keimlíkum umbúðum. Hér að ofan er því texti sem ætti að standa í stórum og áberandi stöfum framan á umbúðum þessara vara. Í smáa letrinu gæti síðan staðið: „Í þessari vöru er óhóflega mikið magn af viðbættum sykri. Mikil neysla á þessari vöru eykur líkurnar á offitu, hjartasjúkdómum, sykursýki og fleiri lífsstílssjúkdómum. Þessi vara er ekki ætluð börnum.“ Mér þykir það annars áhugavert. Af hverju er mynd af hoppandi barni framan á vöru ef hún er ekki ætluð börnum? Eða eru þessar vörur kannski ætlaðar börnum? Það þætti mér skrýtið miðað við það sem við vitum í dag. Ef dulbúnu sælgætisframleiðendurna langar að vera alveg hreinskilnir gætu þeir jafnvel bætt við enn meiri texta á umbúðirnar: „Mikið magn viðbætts sykurs hefur engin jákvæð áhrif á líkama eða líf fólks til lengri tíma. Eina ástæða þess að við setjum næstum jafn mikinn sykur í þessa vöru og í gosdrykki er til að hún seljist betur.“ En kannski er ég að misskilja. Kannski er varan bara sykruð svona mikið til að gleðja fólk en ekki til að selja meira. Það gleður nú börnin ansi mikið að fá daglega „mat“ sem er jafn bragðgóður og bragðarefur. Þar til þau fá sykursýki seinna meir, úps. Hvað fæ ég annars mikið pláss til að skrifa á umbúðirnar? Meira? Frábært: „Við biðjum ykkur fyrirfram afsökunar á þeim áhrifum sem þessi matvara mun hafa á líkama og líf ykkar og barnanna ykkar.“ Það er nóg af sykri í sælgæti og gosdrykkjum. Við þurfum ekki á því að halda að honum sé troðið í matvörurnar líka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Pálmar Ragnarsson Mest lesið Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
„Varúð, þessi vara inniheldur mikið magn af viðbættum sykri.“ Í kælum allra matvöruverslana landsins má finna mikið úrval af sælgæti dulbúnu sem matvöru. Það getur verið erfitt að átta sig á því hvað er hvað, flest er þetta hlið við hlið í keimlíkum umbúðum. Hér að ofan er því texti sem ætti að standa í stórum og áberandi stöfum framan á umbúðum þessara vara. Í smáa letrinu gæti síðan staðið: „Í þessari vöru er óhóflega mikið magn af viðbættum sykri. Mikil neysla á þessari vöru eykur líkurnar á offitu, hjartasjúkdómum, sykursýki og fleiri lífsstílssjúkdómum. Þessi vara er ekki ætluð börnum.“ Mér þykir það annars áhugavert. Af hverju er mynd af hoppandi barni framan á vöru ef hún er ekki ætluð börnum? Eða eru þessar vörur kannski ætlaðar börnum? Það þætti mér skrýtið miðað við það sem við vitum í dag. Ef dulbúnu sælgætisframleiðendurna langar að vera alveg hreinskilnir gætu þeir jafnvel bætt við enn meiri texta á umbúðirnar: „Mikið magn viðbætts sykurs hefur engin jákvæð áhrif á líkama eða líf fólks til lengri tíma. Eina ástæða þess að við setjum næstum jafn mikinn sykur í þessa vöru og í gosdrykki er til að hún seljist betur.“ En kannski er ég að misskilja. Kannski er varan bara sykruð svona mikið til að gleðja fólk en ekki til að selja meira. Það gleður nú börnin ansi mikið að fá daglega „mat“ sem er jafn bragðgóður og bragðarefur. Þar til þau fá sykursýki seinna meir, úps. Hvað fæ ég annars mikið pláss til að skrifa á umbúðirnar? Meira? Frábært: „Við biðjum ykkur fyrirfram afsökunar á þeim áhrifum sem þessi matvara mun hafa á líkama og líf ykkar og barnanna ykkar.“ Það er nóg af sykri í sælgæti og gosdrykkjum. Við þurfum ekki á því að halda að honum sé troðið í matvörurnar líka.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun