Félag Einars Sveinssonar hagnast um 375 milljónir Kristinn Ingi Jónsson skrifar 18. október 2017 09:15 Félag Einars Sveinssonar á meðal annars hluti í Borgun, Kynnisferðum, ISS á Íslandi og Kviku banka. Eignarhaldsfélag Einars Sveinssonar, fjárfestis og föðurbróður Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, skilaði 375 milljóna króna hagnaði í fyrra, að því er fram kemur í ársreikningi félagsins. Jókst hagnaðurinn um liðlega 60 milljónir króna eða um 23 prósent á milli ára. Eigið fé félagsins, sem ber heitið P 126 ehf., nam tæplega 1.620 milljónum króna í lok síðasta árs og jókst um 310 milljónir á milli ára. Var eiginfjárhlutfall félagsins 98,8 prósent í lok árs 2016. P 126 ehf. er í eigu félagsins Charamino Holdings sem er skráð í Lúxemborg, en Einar Sveinsson er eigandi þess félags. Hagnaður félagsins í fyrra stafaði að mestu af afkomu dótturfélagsins Pei ehf. Dótturfélagið á meðal annars rúmlega 22 prósenta hlut í Eignarhaldsfélaginu Borgun slf., sem keypti, eins og frægt er orðið, um 25 prósenta hlut af Landsbankanum í Borgun í lokuðu söluferli í nóvember 2014. Í dag nemur hlutur Eignarhaldsfélags Borgunar 32,4 prósentum. Landsbankinn hefur stefnt meðal annars Eignarhaldsfélaginu Borgun slf. vegna sölunnar. Er það mat bankans að félagið hafi leynt upplýsingum sem það, og aðrir stefndu, bjuggu yfir um að Borgun ætti rétt á hlutdeild í söluhagnaði Visa Europe. Bókfært virði Pei ehf. var 314,8 milljónir í árslok 2016, að því er fram kemur í ársreikningi móðurfélagsins. P 126 ehf. á auk þess hlut í meðal annars ISS á Íslandi, Kynnisferðum og Kviku banka. Lögmaðurinn Benedikt Einarsson, sonur Einars, er skráður eini stjórnarmaður og framkvæmdastjóri P 126 ehf.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira
Eignarhaldsfélag Einars Sveinssonar, fjárfestis og föðurbróður Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, skilaði 375 milljóna króna hagnaði í fyrra, að því er fram kemur í ársreikningi félagsins. Jókst hagnaðurinn um liðlega 60 milljónir króna eða um 23 prósent á milli ára. Eigið fé félagsins, sem ber heitið P 126 ehf., nam tæplega 1.620 milljónum króna í lok síðasta árs og jókst um 310 milljónir á milli ára. Var eiginfjárhlutfall félagsins 98,8 prósent í lok árs 2016. P 126 ehf. er í eigu félagsins Charamino Holdings sem er skráð í Lúxemborg, en Einar Sveinsson er eigandi þess félags. Hagnaður félagsins í fyrra stafaði að mestu af afkomu dótturfélagsins Pei ehf. Dótturfélagið á meðal annars rúmlega 22 prósenta hlut í Eignarhaldsfélaginu Borgun slf., sem keypti, eins og frægt er orðið, um 25 prósenta hlut af Landsbankanum í Borgun í lokuðu söluferli í nóvember 2014. Í dag nemur hlutur Eignarhaldsfélags Borgunar 32,4 prósentum. Landsbankinn hefur stefnt meðal annars Eignarhaldsfélaginu Borgun slf. vegna sölunnar. Er það mat bankans að félagið hafi leynt upplýsingum sem það, og aðrir stefndu, bjuggu yfir um að Borgun ætti rétt á hlutdeild í söluhagnaði Visa Europe. Bókfært virði Pei ehf. var 314,8 milljónir í árslok 2016, að því er fram kemur í ársreikningi móðurfélagsins. P 126 ehf. á auk þess hlut í meðal annars ISS á Íslandi, Kynnisferðum og Kviku banka. Lögmaðurinn Benedikt Einarsson, sonur Einars, er skráður eini stjórnarmaður og framkvæmdastjóri P 126 ehf.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira