Umfjöllun og myndir: KR - Keflavík 90-71 | Keflvíkingar lítil fyrirstaða fyrir meistarana Kristinn G. Friðriksson í DHL-höllinni skrifar 30. mars 2017 20:45 Darri Hilmarsson brýst í gegnum vörn Keflavíkur. vísir/ernir KR og Keflavík áttust við í fjögurra liða úrslitum Domino‘s deildar karla í kvöld í Vesturbænum. Þetta var fyrsti leikur liðanna en það lið sem vinnur þrjá leiki kemst í sjálfa úrslitarimmuna um titilinn eftirsótta.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Valshöllinni og tók meðfylgjandi myndir. KR átti í litlum erfiðleikum með lélega Keflvíkinga í kvöld og sigruðu örugglega 90-71 eftir að hafa leitt 46-41 í hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn þó KR hafi verið með ákveðna yfirburði. Keflvíkingar náðu að halda sér inní leiknum á stoltinu en alveg ljóst að munurinn í hálfleik hefði auðveldlega geta verið meiri. Í seinni hálfleik kafsilgdu svo KR Keflavík; frábær varnarleikur liðsins hélt gestunum í járnum og skoraði Keflavík aðeins 14 stig í hlutanum. Það má segja að lokafjórðungurinn hafi aðeins verið formsatriði að spila, slíkur var munurinn á liðunum. Staðan 71-55 og engin merki um að gestirnir gætu brúað þennan mun. KR sleppti tökunum í nokkrar mínútur en svo herti liðið aftur tökin og slökkti mjög afgerandi á vonum Suðurnesjamanna. Þetta var leikur kattarins að músinni og ljóst að róðurinn verður sérlega erfiður fyrir Keflavík í þessari seríu. Hjá Keflavík var Amin Stevens bestur en langt frá því eins afgerandi og hans er von og vísa. Reggie Dupree átti spretti en aðrir langt frá sínu besta og liðsheildin ljósárum frá sínu besta. Hjá KR voru allir í sparifötunum; liðsheildin frábær og allir byrjunarliðsmenn liðsins góðir. Sigurður Þorvaldsson kom gríðarlega sterkur af bekknum, sem og Þórir Þorbjarnarson. Frábær liðsigur hjá frábæru liði. Nánar verður fjallað um leikinn síðar í kvöld.KR-Keflavík 90-71 (24-21, 22-20, 25-14, 19-16)KR: Darri Hilmarsson 18/8 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 15/4 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 14/9 fráköst, Philip Alawoya 11/4 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 11, Jón Arnór Stefánsson 10/5 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 4/6 fráköst/8 stoðsendingar, Snorri Hrafnkelsson 4, Vilhjálmur Kári Jensson 3.Keflavík: Amin Khalil Stevens 25/24 fráköst, Reggie Dupree 14/5 fráköst, Magnús Már Traustason 8, Hörður Axel Vilhjálmsson 8/5 stoðsendingar, Guðmundur Jónsson 8, Ágúst Orrason 6, Davíð Páll Hermannsson 2.vísir/ernirvísir/ernirvísir/ernirvísir/ernirvísir/ernirvísir/ernir Dominos-deild karla Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Sjá meira
KR og Keflavík áttust við í fjögurra liða úrslitum Domino‘s deildar karla í kvöld í Vesturbænum. Þetta var fyrsti leikur liðanna en það lið sem vinnur þrjá leiki kemst í sjálfa úrslitarimmuna um titilinn eftirsótta.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Valshöllinni og tók meðfylgjandi myndir. KR átti í litlum erfiðleikum með lélega Keflvíkinga í kvöld og sigruðu örugglega 90-71 eftir að hafa leitt 46-41 í hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn þó KR hafi verið með ákveðna yfirburði. Keflvíkingar náðu að halda sér inní leiknum á stoltinu en alveg ljóst að munurinn í hálfleik hefði auðveldlega geta verið meiri. Í seinni hálfleik kafsilgdu svo KR Keflavík; frábær varnarleikur liðsins hélt gestunum í járnum og skoraði Keflavík aðeins 14 stig í hlutanum. Það má segja að lokafjórðungurinn hafi aðeins verið formsatriði að spila, slíkur var munurinn á liðunum. Staðan 71-55 og engin merki um að gestirnir gætu brúað þennan mun. KR sleppti tökunum í nokkrar mínútur en svo herti liðið aftur tökin og slökkti mjög afgerandi á vonum Suðurnesjamanna. Þetta var leikur kattarins að músinni og ljóst að róðurinn verður sérlega erfiður fyrir Keflavík í þessari seríu. Hjá Keflavík var Amin Stevens bestur en langt frá því eins afgerandi og hans er von og vísa. Reggie Dupree átti spretti en aðrir langt frá sínu besta og liðsheildin ljósárum frá sínu besta. Hjá KR voru allir í sparifötunum; liðsheildin frábær og allir byrjunarliðsmenn liðsins góðir. Sigurður Þorvaldsson kom gríðarlega sterkur af bekknum, sem og Þórir Þorbjarnarson. Frábær liðsigur hjá frábæru liði. Nánar verður fjallað um leikinn síðar í kvöld.KR-Keflavík 90-71 (24-21, 22-20, 25-14, 19-16)KR: Darri Hilmarsson 18/8 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 15/4 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 14/9 fráköst, Philip Alawoya 11/4 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 11, Jón Arnór Stefánsson 10/5 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 4/6 fráköst/8 stoðsendingar, Snorri Hrafnkelsson 4, Vilhjálmur Kári Jensson 3.Keflavík: Amin Khalil Stevens 25/24 fráköst, Reggie Dupree 14/5 fráköst, Magnús Már Traustason 8, Hörður Axel Vilhjálmsson 8/5 stoðsendingar, Guðmundur Jónsson 8, Ágúst Orrason 6, Davíð Páll Hermannsson 2.vísir/ernirvísir/ernirvísir/ernirvísir/ernirvísir/ernirvísir/ernir
Dominos-deild karla Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Sjá meira