Óæskileg hliðarverkan Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 3. júní 2017 07:00 Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra hefur boðað að lögð verði umhverfisgjöld á fjölpóst eða fríblöð. Fréttablaðið hefur frá upphafi verið fríblað sem dreift er á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu og í þéttbýliskjarna á landsbyggðinni. Stefnan hefur ávallt verið sú að allir landsmenn, kjósi þeir svo, eigi að fá sitt fría Fréttablað á morgni hverjum. Hugsunin að baki orðum Bjartar er falleg og rétt. En málið á sér margar hliðar. Fréttablaðið starfar í erfiðu rekstrarumhverfi. Á síðustu vikum hafa keppinautar blaðsins á markaði gengið gegnum mikla erfiðleika. Fréttatíminn hætti að koma út og sögur af fjármögnun DV bera vott um rekstur í vandræðum. Netmiðlar eiga erfiða daga og virðist haldið gangandi með blöndu af hugsjón og hugrekki. Við á Fréttablaðinu búum hins vegar svo vel að hafa getað rekið okkar fjölmiðil í sæmilegu jafnvægi í hátt í tuttugu ár. En hér, eins og í fjölmiðlarekstri almennt, má þó ekki mikið út af bera. Við blasir að dagblöð setja mark sitt á umhverfið. Fella þarf tré til að prenta blöð og gera ráðstafanir til að farga þeim. Við á Fréttablaðinu erum meðvituð um þetta: upplagið hefur minnkað frá því sem áður var og við reynum í staðinn að beina fólki á símaappið og á visir.is, þar sem lesa má Fréttablaðið. Brýnt er sömuleiðis fyrir blaðburðarfólki að virða óskir þeirra sem afþakka blaðið með sérstökum límmiðum. Allir afgangar af blaðinu eru sendir úr landi til endurvinnslu. En betur má ef duga skal og við leitum alltaf leiða til að bæta okkur. Því er stundum haldið fram, að við sem gerum fjölmiðlun að lífsstarfi séum með bakteríu sem engin meðöl duga á. En við höfum ákveðnu hlutverki að gegna. Við eigum að segja – en ekki þegja – fréttir og veita valdhöfum og öðrum aðhald. Vilmundur Gylfason heitinn kallaði fjölmiðla varðhunda lýðræðisins. Löggjafanum ber skylda til að standa vörð um frjálsa fjölmiðlun í landinu. Veikir fjölmiðlar eru ávísun á veikt lýðræði. Við þurfum fjölbreytni. Yfirvöld hygla Ríkisútvarpinu, sem vissulega er mikilvæg stofnun, um of. Samkvæmt nýframlagðri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er ekki von til að breyting verði á. Áætlað er að framlög til „fjölmiðlunar“ hækki um allt að fjórðung á árunum 2018 til 2022. Þar er átt við Ríkisútvarpið því ekki er öðrum til að dreifa þegar ríkispeningar eru til umræðu. Ríkisútvarpið fær nú þegar um fjóra milljarða í forgjöf á ári hverju. Því til viðbótar fær RÚV að starfa á auglýsingamarkaði, sem er fyrirkomulag sem vart þekkist annars staðar þegar opinberir aðilar eiga í hlut. Með því er þrengt að einkareknu miðlunum. Gangi áætlanir Bjartar Ólafsdóttur eftir yrði það til að þrengja enn frekar að frjálsum fjölmiðlum í landinu. Vafalaust er það ekki það sem hún ætlar sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun
Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra hefur boðað að lögð verði umhverfisgjöld á fjölpóst eða fríblöð. Fréttablaðið hefur frá upphafi verið fríblað sem dreift er á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu og í þéttbýliskjarna á landsbyggðinni. Stefnan hefur ávallt verið sú að allir landsmenn, kjósi þeir svo, eigi að fá sitt fría Fréttablað á morgni hverjum. Hugsunin að baki orðum Bjartar er falleg og rétt. En málið á sér margar hliðar. Fréttablaðið starfar í erfiðu rekstrarumhverfi. Á síðustu vikum hafa keppinautar blaðsins á markaði gengið gegnum mikla erfiðleika. Fréttatíminn hætti að koma út og sögur af fjármögnun DV bera vott um rekstur í vandræðum. Netmiðlar eiga erfiða daga og virðist haldið gangandi með blöndu af hugsjón og hugrekki. Við á Fréttablaðinu búum hins vegar svo vel að hafa getað rekið okkar fjölmiðil í sæmilegu jafnvægi í hátt í tuttugu ár. En hér, eins og í fjölmiðlarekstri almennt, má þó ekki mikið út af bera. Við blasir að dagblöð setja mark sitt á umhverfið. Fella þarf tré til að prenta blöð og gera ráðstafanir til að farga þeim. Við á Fréttablaðinu erum meðvituð um þetta: upplagið hefur minnkað frá því sem áður var og við reynum í staðinn að beina fólki á símaappið og á visir.is, þar sem lesa má Fréttablaðið. Brýnt er sömuleiðis fyrir blaðburðarfólki að virða óskir þeirra sem afþakka blaðið með sérstökum límmiðum. Allir afgangar af blaðinu eru sendir úr landi til endurvinnslu. En betur má ef duga skal og við leitum alltaf leiða til að bæta okkur. Því er stundum haldið fram, að við sem gerum fjölmiðlun að lífsstarfi séum með bakteríu sem engin meðöl duga á. En við höfum ákveðnu hlutverki að gegna. Við eigum að segja – en ekki þegja – fréttir og veita valdhöfum og öðrum aðhald. Vilmundur Gylfason heitinn kallaði fjölmiðla varðhunda lýðræðisins. Löggjafanum ber skylda til að standa vörð um frjálsa fjölmiðlun í landinu. Veikir fjölmiðlar eru ávísun á veikt lýðræði. Við þurfum fjölbreytni. Yfirvöld hygla Ríkisútvarpinu, sem vissulega er mikilvæg stofnun, um of. Samkvæmt nýframlagðri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er ekki von til að breyting verði á. Áætlað er að framlög til „fjölmiðlunar“ hækki um allt að fjórðung á árunum 2018 til 2022. Þar er átt við Ríkisútvarpið því ekki er öðrum til að dreifa þegar ríkispeningar eru til umræðu. Ríkisútvarpið fær nú þegar um fjóra milljarða í forgjöf á ári hverju. Því til viðbótar fær RÚV að starfa á auglýsingamarkaði, sem er fyrirkomulag sem vart þekkist annars staðar þegar opinberir aðilar eiga í hlut. Með því er þrengt að einkareknu miðlunum. Gangi áætlanir Bjartar Ólafsdóttur eftir yrði það til að þrengja enn frekar að frjálsum fjölmiðlum í landinu. Vafalaust er það ekki það sem hún ætlar sér.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun