Skálað fyrir hönnun Ritstjórn skrifar 11. nóvember 2017 08:30 Myndir/Rut Sigurðardóttir Það var margt um manninn í Iðnó á fimmtudaginn þegar Hönnunarverðlaunin 2017 voru veitt með pompi og pragt. Margt var um manninn enda tækifæri fyrir fólk í hönnunargeiranum að hittast. Verðlaunin í ár hlutu arkitektarnir Ásmundur Hrafn Sturluson og Steinþór Kári Kárason, eigendur arkitektastofunnar Kurt og Pí, fyrir hönnun Marshall-hússins sem sýninga- og veitingastaðar, sem þeir leiddu í samstarfi við ASK arkitekta. Einnig hlaut Bláa Lónið viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun en hana hlýtur fyrirtæki sem hefur haft hönnun og arkitektúr að leiðarljósi alla tíð í þeim tilgangi að auka verðmætasköpun og samkeppnishæfni. Eins og sjá má þessum myndum sem ljósmyndarinn Rut Sigurðardóttir tók var gleðin allsráðandi í Iðnó. Aðstandendur Bláa Lónsins taka við verðlaununum.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fráfarandi ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar veitti þeim Ásmundi Hrafni Sturlusyni og Steinþóri Kára Kárassyni hönnunarverðlaunin 2017. Mest lesið Ilmvatn snýst um persónuleika ekki kyn Glamour „Mér leið alltaf eins og enginn vildi kyssa mig" Glamour Klæddist 800 þúsund króna stígvélum á körfuboltaleik Glamour All Saints koma saman á ný Glamour Kristen Stewart rakaði af sér hárið Glamour Listin að hitta í rétt gat Glamour Þolir ekki sjálfsmyndir á samfélagsmiðlum Glamour Frábærar hugmyndir að bóndadagsgjöfum Glamour Vinsælasta yfirhöfn vorsins? Glamour Miður sín vegna ágreinings við Kim Cattrall Glamour
Það var margt um manninn í Iðnó á fimmtudaginn þegar Hönnunarverðlaunin 2017 voru veitt með pompi og pragt. Margt var um manninn enda tækifæri fyrir fólk í hönnunargeiranum að hittast. Verðlaunin í ár hlutu arkitektarnir Ásmundur Hrafn Sturluson og Steinþór Kári Kárason, eigendur arkitektastofunnar Kurt og Pí, fyrir hönnun Marshall-hússins sem sýninga- og veitingastaðar, sem þeir leiddu í samstarfi við ASK arkitekta. Einnig hlaut Bláa Lónið viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun en hana hlýtur fyrirtæki sem hefur haft hönnun og arkitektúr að leiðarljósi alla tíð í þeim tilgangi að auka verðmætasköpun og samkeppnishæfni. Eins og sjá má þessum myndum sem ljósmyndarinn Rut Sigurðardóttir tók var gleðin allsráðandi í Iðnó. Aðstandendur Bláa Lónsins taka við verðlaununum.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fráfarandi ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar veitti þeim Ásmundi Hrafni Sturlusyni og Steinþóri Kára Kárassyni hönnunarverðlaunin 2017.
Mest lesið Ilmvatn snýst um persónuleika ekki kyn Glamour „Mér leið alltaf eins og enginn vildi kyssa mig" Glamour Klæddist 800 þúsund króna stígvélum á körfuboltaleik Glamour All Saints koma saman á ný Glamour Kristen Stewart rakaði af sér hárið Glamour Listin að hitta í rétt gat Glamour Þolir ekki sjálfsmyndir á samfélagsmiðlum Glamour Frábærar hugmyndir að bóndadagsgjöfum Glamour Vinsælasta yfirhöfn vorsins? Glamour Miður sín vegna ágreinings við Kim Cattrall Glamour